Gunnhildur Yrsa tryggði Íslandi sigur á Úkraínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2020 16:00 Tíunda landsliðsmark Gunnhildar Yrsu tryggði Íslandi sigur á Úkraínu. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sigraði Úkraínu, 1-0, í lokaleik sínum á Pinatar-mótinu á Spáni í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins. Eins marks sigur gegn Úkraínu, @Gunnhildur_Yrsa með sitt tíunda landsliðsmark! A single goal win in our final Pinatar match, vs. Ukraine.#dottir pic.twitter.com/YE9NnVe22Q— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði einum. Allir leikirnir enduðu 1-0. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu fyrir Skotum. Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið í stað Rakelar Hönnudóttur, Natöshu Anasi og Sigríðar Láru Garðarsdóttur. Byrjunarlið Íslands sem mætir Úkraínu kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending:https://t.co/OAGTJ6zhvw#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/HroBNOWs4F— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Eina mark leiksins kom á 34. mínútu. Gunnhildur Yrsa tæklaði boltann þá í netið af stuttu færi og skoraði sitt tíunda landsliðsmark. Jón Þór gerði þrjár skiptingar í hálfleik. Anna Rakel Pétursdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á í stað Gunnhildar Yrsu, Elínar Mettu Jensen og Ingibjargar Sigurðardóttur. Eftir klukkutíma komu Sandra María Jessen og Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Fanndísi og Öglu Maríu og þegar sex mínútur voru til leiksloka kom Hildur Antonsdóttir inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði sigri. Íslendingar hafa unnið fjóra af sjö leikjum sínum gegn Úkraínumönnum. Næstu leikir Íslands eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM í næsta mánuði. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00 Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sigraði Úkraínu, 1-0, í lokaleik sínum á Pinatar-mótinu á Spáni í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins. Eins marks sigur gegn Úkraínu, @Gunnhildur_Yrsa með sitt tíunda landsliðsmark! A single goal win in our final Pinatar match, vs. Ukraine.#dottir pic.twitter.com/YE9NnVe22Q— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði einum. Allir leikirnir enduðu 1-0. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu fyrir Skotum. Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið í stað Rakelar Hönnudóttur, Natöshu Anasi og Sigríðar Láru Garðarsdóttur. Byrjunarlið Íslands sem mætir Úkraínu kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending:https://t.co/OAGTJ6zhvw#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/HroBNOWs4F— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Eina mark leiksins kom á 34. mínútu. Gunnhildur Yrsa tæklaði boltann þá í netið af stuttu færi og skoraði sitt tíunda landsliðsmark. Jón Þór gerði þrjár skiptingar í hálfleik. Anna Rakel Pétursdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á í stað Gunnhildar Yrsu, Elínar Mettu Jensen og Ingibjargar Sigurðardóttur. Eftir klukkutíma komu Sandra María Jessen og Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Fanndísi og Öglu Maríu og þegar sex mínútur voru til leiksloka kom Hildur Antonsdóttir inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði sigri. Íslendingar hafa unnið fjóra af sjö leikjum sínum gegn Úkraínumönnum. Næstu leikir Íslands eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM í næsta mánuði.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00 Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00
Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40