Stuðningur Alþjóðabankans vegna COVID nær til hundrað þjóðríkja Heimsljós 19. maí 2020 15:43 Henitsoa Rafalia/World Bank Alþjóðabankinn tilkynnti í dag að neyðaraðgerðir af hálfu bankans í baráttunni gegn COVID-19 hefðu náð til hundrað þjóðríkja, þar sem sjö af hverjum tíu íbúum jarðarinnar búa. Alþjóðabankinn, stærsta þróunarsamvinnustofnun í heiminum, hefur frá því í mars skipulega stutt við bakið á millitekju- og lágtekjuríkjum í viðleitni þeirra við að sporna við útbreiðslu veirunnar með því vernda fátæka og viðkvæma, styrkja heilbrigðiskerfi, og viðhalda atvinnu og efnahag. Aldrei áður í sögu bankans hefur á jafn skömmum tíma verið brugðist við óvæntri kreppu af meiri myndarskap. Alþjóðabankinn brást þegar við í marsmánuði með fyrirheiti um 160 milljarða dala styrk. Jafnframt var veitt vilyrði um fjárhagslegan stuðning yfir fimmtán mánaða tímabil til að leggjast á árar með þróunarríkjum í aðgerðum þeirra á sviði heilbrigðis- og félagsmála, auk stuðnings við efnahagsleg áhrif kórónaveirunnar. „Heimsfaraldurinn og áhrif hans á hagkerfi gæti leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um sextíu milljónir einstaklinga, og þannig þurrkað út framfarir síðustu ára í baráttunni gegn fátækt,“ segir David Malpass, forseti Alþjóðabankans. „Alþjóðabankinn hefur með hraði og á afgerandi hátt stutt neyðarviðbragðsaðgerðir í 100 löndum með fyrirkomulagi sem gerir öðrum framlagsríkjum kleift að bæta við fjármagni.“ Af fyrrnefndum eitt hundrað ríkjum eru 39 í Afríku sunnan Sahara. Um þriðjungi er ráðstafað til óstöðugra ríkja og ríkja þar sem átök geisa, eins og Afganistan, Tjad, Haítí og Níger. Ennfremur hefur bankinn gegnum samstarfsstofnanir stutt við bakið á einkafyrirtækjum í þróunarríkjum til að viðhalda störfum og lífsviðurværi fjölda fólks. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent
Alþjóðabankinn tilkynnti í dag að neyðaraðgerðir af hálfu bankans í baráttunni gegn COVID-19 hefðu náð til hundrað þjóðríkja, þar sem sjö af hverjum tíu íbúum jarðarinnar búa. Alþjóðabankinn, stærsta þróunarsamvinnustofnun í heiminum, hefur frá því í mars skipulega stutt við bakið á millitekju- og lágtekjuríkjum í viðleitni þeirra við að sporna við útbreiðslu veirunnar með því vernda fátæka og viðkvæma, styrkja heilbrigðiskerfi, og viðhalda atvinnu og efnahag. Aldrei áður í sögu bankans hefur á jafn skömmum tíma verið brugðist við óvæntri kreppu af meiri myndarskap. Alþjóðabankinn brást þegar við í marsmánuði með fyrirheiti um 160 milljarða dala styrk. Jafnframt var veitt vilyrði um fjárhagslegan stuðning yfir fimmtán mánaða tímabil til að leggjast á árar með þróunarríkjum í aðgerðum þeirra á sviði heilbrigðis- og félagsmála, auk stuðnings við efnahagsleg áhrif kórónaveirunnar. „Heimsfaraldurinn og áhrif hans á hagkerfi gæti leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um sextíu milljónir einstaklinga, og þannig þurrkað út framfarir síðustu ára í baráttunni gegn fátækt,“ segir David Malpass, forseti Alþjóðabankans. „Alþjóðabankinn hefur með hraði og á afgerandi hátt stutt neyðarviðbragðsaðgerðir í 100 löndum með fyrirkomulagi sem gerir öðrum framlagsríkjum kleift að bæta við fjármagni.“ Af fyrrnefndum eitt hundrað ríkjum eru 39 í Afríku sunnan Sahara. Um þriðjungi er ráðstafað til óstöðugra ríkja og ríkja þar sem átök geisa, eins og Afganistan, Tjad, Haítí og Níger. Ennfremur hefur bankinn gegnum samstarfsstofnanir stutt við bakið á einkafyrirtækjum í þróunarríkjum til að viðhalda störfum og lífsviðurværi fjölda fólks. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent