Eurobandið stóð fyrir Eurovision tónleikum í Hörpunni á laugardagskvöldið og var sýnt frá þeim beint á RÚV.
Þau Friðrik Ómar, Regína Ósk, Sóli Hólm, Jógvan Hansen, Selma Björnsdóttir og Regína Ósk ásamt fleirum komu fram og var mikið stuð á sviðinu.
Eitt atvik vakti mikla athygli og það gerðist þegar Friðrik Ómar hafði flutt lag sitt Það geta ekki allir elskað. Því næst átti hann að kynna inn auglýsingar og stóð Jógvan á kantinum. Þegar Friðrik hafði sagt sitt síðasta orð lét Færeyingurinn konfetti rigna yfir Friðrik sem brá augljóslega mjög mikið.
Tístarar tóku vel eftir atvikinu eins og sjá mátti á laugardagskvöldið.
Hápunktur kvöldsins
— Eva Ruza (@evaruza) May 17, 2020
Jafnvel vikunnar😂#12stig pic.twitter.com/XhBr3Xkxp6
— siggi mús (@siggimus) May 16, 2020
Það sem ég hló 🤣 #12stig pic.twitter.com/DbrD0T9MWg
— Sævar Már Reynisson (@smarreyniss) May 16, 2020
Atvikið sjálft má sjá hér og kemur það þegar 1:38:15 er liðið af tónleikunum.