Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2020 23:30 Viktor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann gegndi einnig embættinu á árunum 1998 til 2002. Getty Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. Orban hefur síðustu vikurnar getað stýrt landinu með tilskipunum einum saman og þannig sniðgengið ungverska þingið. Meirihluti ungverska þingið veitti Orban völdin í mars og sagði þau nauðsynleg til að landið gæti tekist á við faraldurinn með skilvirkum hætti. Fyrirkomulagið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Ungverjalandi og á alþjóðavettvangi og hafa margir sakað Ungverja um að hafa kastað lýðræði fyrir roða. Þannig sendu utanríkisráðherrar Norðurlandanna – Guðlaugur Þór Þórðarson þar með talinn – bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem tekið var undir áhyggjur hans af þróuninni í Ungverjalandi. Bréfið vakti mikla reiði innan ungversku stjórnarinnar og kallaði utanríkisráðherra Ungverjalands sendiherra Norðurlandanna á teppið til að ræða málið. „Við gerum ráð fyrir að stjórnin geti skilað þessum sérstöku valdaheimildum til að takast á við heimsfaraldurinn, til þingsins í lok maí,“ sagði Orban á Facebook-síðu sinni í gær. Eftir fund með serbískum starfsbróður sínum, Aleksandar Vucic, í Balgrad, sagði Orban að þetta myndi veira öllum tækifæri til að biðja Ungverjaland afsökunar vegna ósanngjarnra ásakana. „Það er enginn grundvöllur fyrir þessa gagnrýni og þegar þeir biðjast afsökunar, þá búumst við við aðdáun þeirra vegna þeirrar velgengi Ungverjalands við að verjast veirunni.“ Alls hafa verið skráð rúmlega 3.400 smit í Ungverjalandi og eru 442 dauðsföll rakin til Covid-19. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44 Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. Orban hefur síðustu vikurnar getað stýrt landinu með tilskipunum einum saman og þannig sniðgengið ungverska þingið. Meirihluti ungverska þingið veitti Orban völdin í mars og sagði þau nauðsynleg til að landið gæti tekist á við faraldurinn með skilvirkum hætti. Fyrirkomulagið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Ungverjalandi og á alþjóðavettvangi og hafa margir sakað Ungverja um að hafa kastað lýðræði fyrir roða. Þannig sendu utanríkisráðherrar Norðurlandanna – Guðlaugur Þór Þórðarson þar með talinn – bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem tekið var undir áhyggjur hans af þróuninni í Ungverjalandi. Bréfið vakti mikla reiði innan ungversku stjórnarinnar og kallaði utanríkisráðherra Ungverjalands sendiherra Norðurlandanna á teppið til að ræða málið. „Við gerum ráð fyrir að stjórnin geti skilað þessum sérstöku valdaheimildum til að takast á við heimsfaraldurinn, til þingsins í lok maí,“ sagði Orban á Facebook-síðu sinni í gær. Eftir fund með serbískum starfsbróður sínum, Aleksandar Vucic, í Balgrad, sagði Orban að þetta myndi veira öllum tækifæri til að biðja Ungverjaland afsökunar vegna ósanngjarnra ásakana. „Það er enginn grundvöllur fyrir þessa gagnrýni og þegar þeir biðjast afsökunar, þá búumst við við aðdáun þeirra vegna þeirrar velgengi Ungverjalands við að verjast veirunni.“ Alls hafa verið skráð rúmlega 3.400 smit í Ungverjalandi og eru 442 dauðsföll rakin til Covid-19.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44 Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44
Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42