YouTube-stjarnan Safiya Nygaard er með tæplega níu milljónir fylgjenda á miðlinum.
Hún tekur oft upp á því að sýna frá nokkuð sérstökum tilraunum og að þessu sinni langaði hana að prófa að koma fyrir öllum týpum af svökölluðum baðsprengjum frá Lush ofan í baðkar fullt af vatni.
Baðsprengjur leysast upp og gefa frá sér góðan ilm og getur verið mjög slakandi að hafa eina slíka með sér í bað.
Alls setti hún 46 slíkar sprengjur ofan í baðið en fyrst varð hún að berja þær allar í sundur og blanda þeim saman í eina sprengju með öllum lyktarefnunum saman og var því útkoman nokkuð hressileg eins og sjá má hér að neðan.