Góður grunnur heimastráka en Lárus skoðar Youtube-myndbönd Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 18:00 Lárus Jónsson er nýr þjálfari Þórs Þorlákshöfn en er enn staddur á Akureyri þar sem hann er nýhættur sem þjálfari annars Þórsliðs. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
„Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03
Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn