Góður grunnur heimastráka en Lárus skoðar Youtube-myndbönd Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 18:00 Lárus Jónsson er nýr þjálfari Þórs Þorlákshöfn en er enn staddur á Akureyri þar sem hann er nýhættur sem þjálfari annars Þórsliðs. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
„Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03
Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26