Eins og barn í sælgætisbúð Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 07:00 Matthijs de Ligt er á sinni fyrstu leiktíð með Juventus en ekki er ljóst hvernig eða hvenær þeirri leiktíð lýkur. VÍSIR/EPA Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“ Ítalski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“
Ítalski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti