Það var alvöru goðsagnaspjall á Instagram þegar Brasilíumaðurinn Ronaldo og David Beckham spjölluðu saman. Útsendingin var í beinni og gátu notendur miðilsins horft á þá spjalla saman.
Beckham og Ronaldo léku saman hjá Real Madrid, á tímanum þegar félagið var kallað Galácticos, en þeir rifu upp símann í gær og spjölluðu saman.
„Þú vast einn sá besti allra tíma. Hvernig þú tókst við boltanum og þú gast gefið boltann eins og þú vildir. Án þess að horfa á mig, ég hreyfði mig bara og boltinn kom. Ég ætti að þakka þér fyrir svo margar sendingar sem þú gafst á mig,“ sagði Ronaldo við Beckham.
Beckham tók svo við boltanum og hrósaði Brassanum.
„Að fara frá Manchester United til Real Madrid var stórt fyrir mig því ég hafði verið þar allt mitt líf. Einn af þeim fyrstu sem ég sá varst þú. Þegar þú labbaðir inn í búningsklefann þá leið mér vel að vera hjá félaginu,“ sagði Beckham.
Skemmtilegt spjall hjá þessum mögnuðu kempum og notendur Instagram fengu að fylgjast með.
"It's the truth, you were one of the best of all time"
— SPORTbible (@sportbible) April 10, 2020
Ronaldo had nothing but praise for David Beckham during an Instagram live... pic.twitter.com/YVETBfNcQD