Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 11:00 Auður Bjarnadóttir hefur síðustu 20 ár þjálfað konur á meðgöngu. Aðsend mynd „Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp