Heimaæfingar í samkomubanni: „Við höfum ótrúlega aðlögunarhæfni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2020 09:00 Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga Nagli, er þjálfari og sálfræðingur. Vísir/Vilhelm Ragga Nagli fékk Arnald Birgi Konráðsson, sem er betur þekktur sem Biggi þjálfari, til sín í hlaðvarpið Heilsuvarpið til þess að ræða um heimaæfingar, enda ekki vanþörf á „nú þegar allar líkamsræktarstöðvar eru lok, lok og læs og allt í stáli.“ Í þættinum fara þessir tveir reynslumiklu þjálfarar yfir hvað fólk getur gert heima og hvernig hægt er að auka ákefðina með lágmarks búnaði. Biggi gefur líka hugmynd að mjög áhrifaríkri æfingu sem hægt er að gera heima í stofu með eigin skrokki og jafnvel bara einni ketilbjöllu. „Það eru fáir menn jafn hoknir af reynslu og Biggi þegar kemur að þjálfun því hann hefur yfir 20 ára reynslu í bransanum. Hann hefur ekki aðeins þjálfað þúsundir heldur tugþúsundir. Hann stofnaði og rak Boot Camp stöðvarnar um árabil en þar áður sleit hann barnskónum í hinu legendary Gym80 innan um kanónur eins og Jón Pál, Hjalta Úrsus, Magnús Ver og Jón bónda,“ segir Ragga um gest þáttarins. „Biggi er náttúrulega heilt stjörnukerfi af fróðleik. Vonandi getið þið bætt einhverju við vopnabúrið ykkar í heimaæfingum og haldið áfram að taka á því, hvort sem það er heima í stofu, í bílskúrnum, úti í garði, úti á túni, bara hvar sem er. Hættum ekki að hreyfa okkur, heilsuhegðunin er það sem mun halda geðheilsunni í lagi á þessum kórónutímum.“ Hægt er að hlusta á heimaæfingaþáttinn af Heilsuvarpinu í heild sinni í spilaranum hér að neðan og öllum helstu efnisveitum. Óþarfi að vinna á nærbuxunum „Auðvitað eru þetta viðbrigði fyrir marga og það eru viðbrigði fyrir marga sem eru ekki vanir að vinna heima að þurfa allt í einu að vinna heima og finna sér rútínu í kring um það. Þeir sem eru vanir að vinna í jakkafötum, að þurfa að fara að gíra sig upp í það. En það er ótrúlega góð leið samt sem áður, að hafa tilgang. Finndu þína rútínu.“ Biggi hvetur fólk til að klæða sig fyrir vinnuna á morgnana, en ekki endilega í æfingafötin sem það ætlar að nota eftir vinnu. „Vertu þú.“ Ragga, sem er lærður sálfræðingur, tekur undir þetta og segir að fötin sendi ákveðin skilaboð til sjálfsins og hafi áhrif á hugarfarið okkar. „Þó að þú sért heima þá þarftu ekkert endilega að sitja við tölvuna á nærbrókinni.“ Í þættinum segir Biggi frá æfingu og það eina sem þarf er ein ketilbjalla eða annað sem er til á heimilinu.Vísir/Vilhelm Ný rútína heima Þau segja að það sama gildi um æfingafötin, það sé óþarfi að fara í Kvennahlaupsbolinn þó að enginn sjái þig á æfingu, það sé betra að æfa í sömu fötum og venjulega. Í því sé ákveðin hvatning. Biggi hvetur fólk til að fara út að fá sér ferskt loft eða hreyfa sig utan dyra líka. „Stór hluti af því hvað mörgum finnst þetta erfitt, það er af því að við erum að flækja þetta fyrir okkur. Búum okkur til okkar rútínu heima sem okkur líður vel með.“ Það þurfi ekki allar æfingar að fara fram í stofunni, þeir sem ekki eru í einangrun geti líka fært æfingarnar út. „Við höfum ótrúlega aðlögunarhæfni, við þurfum bara að ögra okkur í nokkra daga og þá er það komið.“ Ragga segir að það sé best að einstaklingar sem ætla að æfa heima, haldi sömu rútínu og fyrir samkomubann og lokanir líkamsræktarstöðva hvort sem það var drykkur eða næring fyrir æfingu, ákveðin tónlist eða annað. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ragga Nagli skrifar um heilsu hér á Vísi. Hægt er að nálgast pistlana hennar HÉR! Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sumarbústaðasyndrómið Þekkirðu þegar þú ferð í sumarbústað og það eina sem þú hugsar um er næsta máltíð. 6. apríl 2020 12:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Ragga Nagli fékk Arnald Birgi Konráðsson, sem er betur þekktur sem Biggi þjálfari, til sín í hlaðvarpið Heilsuvarpið til þess að ræða um heimaæfingar, enda ekki vanþörf á „nú þegar allar líkamsræktarstöðvar eru lok, lok og læs og allt í stáli.“ Í þættinum fara þessir tveir reynslumiklu þjálfarar yfir hvað fólk getur gert heima og hvernig hægt er að auka ákefðina með lágmarks búnaði. Biggi gefur líka hugmynd að mjög áhrifaríkri æfingu sem hægt er að gera heima í stofu með eigin skrokki og jafnvel bara einni ketilbjöllu. „Það eru fáir menn jafn hoknir af reynslu og Biggi þegar kemur að þjálfun því hann hefur yfir 20 ára reynslu í bransanum. Hann hefur ekki aðeins þjálfað þúsundir heldur tugþúsundir. Hann stofnaði og rak Boot Camp stöðvarnar um árabil en þar áður sleit hann barnskónum í hinu legendary Gym80 innan um kanónur eins og Jón Pál, Hjalta Úrsus, Magnús Ver og Jón bónda,“ segir Ragga um gest þáttarins. „Biggi er náttúrulega heilt stjörnukerfi af fróðleik. Vonandi getið þið bætt einhverju við vopnabúrið ykkar í heimaæfingum og haldið áfram að taka á því, hvort sem það er heima í stofu, í bílskúrnum, úti í garði, úti á túni, bara hvar sem er. Hættum ekki að hreyfa okkur, heilsuhegðunin er það sem mun halda geðheilsunni í lagi á þessum kórónutímum.“ Hægt er að hlusta á heimaæfingaþáttinn af Heilsuvarpinu í heild sinni í spilaranum hér að neðan og öllum helstu efnisveitum. Óþarfi að vinna á nærbuxunum „Auðvitað eru þetta viðbrigði fyrir marga og það eru viðbrigði fyrir marga sem eru ekki vanir að vinna heima að þurfa allt í einu að vinna heima og finna sér rútínu í kring um það. Þeir sem eru vanir að vinna í jakkafötum, að þurfa að fara að gíra sig upp í það. En það er ótrúlega góð leið samt sem áður, að hafa tilgang. Finndu þína rútínu.“ Biggi hvetur fólk til að klæða sig fyrir vinnuna á morgnana, en ekki endilega í æfingafötin sem það ætlar að nota eftir vinnu. „Vertu þú.“ Ragga, sem er lærður sálfræðingur, tekur undir þetta og segir að fötin sendi ákveðin skilaboð til sjálfsins og hafi áhrif á hugarfarið okkar. „Þó að þú sért heima þá þarftu ekkert endilega að sitja við tölvuna á nærbrókinni.“ Í þættinum segir Biggi frá æfingu og það eina sem þarf er ein ketilbjalla eða annað sem er til á heimilinu.Vísir/Vilhelm Ný rútína heima Þau segja að það sama gildi um æfingafötin, það sé óþarfi að fara í Kvennahlaupsbolinn þó að enginn sjái þig á æfingu, það sé betra að æfa í sömu fötum og venjulega. Í því sé ákveðin hvatning. Biggi hvetur fólk til að fara út að fá sér ferskt loft eða hreyfa sig utan dyra líka. „Stór hluti af því hvað mörgum finnst þetta erfitt, það er af því að við erum að flækja þetta fyrir okkur. Búum okkur til okkar rútínu heima sem okkur líður vel með.“ Það þurfi ekki allar æfingar að fara fram í stofunni, þeir sem ekki eru í einangrun geti líka fært æfingarnar út. „Við höfum ótrúlega aðlögunarhæfni, við þurfum bara að ögra okkur í nokkra daga og þá er það komið.“ Ragga segir að það sé best að einstaklingar sem ætla að æfa heima, haldi sömu rútínu og fyrir samkomubann og lokanir líkamsræktarstöðva hvort sem það var drykkur eða næring fyrir æfingu, ákveðin tónlist eða annað. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ragga Nagli skrifar um heilsu hér á Vísi. Hægt er að nálgast pistlana hennar HÉR!
Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sumarbústaðasyndrómið Þekkirðu þegar þú ferð í sumarbústað og það eina sem þú hugsar um er næsta máltíð. 6. apríl 2020 12:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Sumarbústaðasyndrómið Þekkirðu þegar þú ferð í sumarbústað og það eina sem þú hugsar um er næsta máltíð. 6. apríl 2020 12:00