Eiður Smári gaf sína frægustu stoðsendingu á þessum degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2020 14:00 Chelsea sló hið ósigraða lið Arsenal úr leik í Meistaradeild Evrópu vorið 2004. vísir/epa Á þessum degi, 6. apríl, fyrir 16 árum gaf Eiður Smári Guðjohnsen sennilega sína frægustu stoðsendingu á ferlinum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af seinni leik Chelsea og Arsenal á Highbury í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fékk Eiður boltann frá vinstri bakverðinum Wayne Bridge. Hann var fljótur að hugsa og setti boltann í fyrstu sendingu milli fóta Kolos Toure og í hlaupaleið Bridge. Hann kláraði færið af yfirvegun, setti boltann í fjærhornið og tryggði Chelsea 2-1 sigur og sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Bridge. Highbury. 6 April 2004. #onthisday pic.twitter.com/c9ET18U38G— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 6, 2020 Eiður kom mikið við sögu í einvíginu gegn Arsenal sem fór taplaust í gegnum tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsfyrirliðinn kom Chelsea yfir á 53. mínútu í fyrri leiknum gegn Arsenal á Stamford Bridge. Sex mínútum síðar jafnaði Robert Pires í 1-1 sem urðu lokatölur. Skytturnar voru því með útivallarmark í farteskinu fyrir seinni leikinn. Staða Arsenal vænkaðist enn frekar þegar José Antonio Reyes heitinn kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks í seinni leiknum. Snemma í seinni hálfleik átti Claude Makélélé skot af löngu færi sem Jens Lehmann varði. Þjóðverjinn hélt ekki boltanum sem féll fyrir Frank Lampard sem jafnaði í 1-1 og í 2-2 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Eiður og Bridge voru á öðru máli og bjuggu til sigurmark Chelsea eins og áður sagði. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í báðum leikjunum gegn Arsenal. Í fyrri leiknum var hann í framlínunni með Adrian Mutu en í þeim seinni með góðvini sínum, Jimmy Floyd Hasselbaink. Allt það helsta úr seinni leik Chelsea og Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Í undanúrslitunum tapaði Chelsea fyrir Monaco, samanlagt 5-3. Eiður lagði upp mark í báðum leikjunum. Hann gaf alls fimm stoðsendingar í Meistaradeildinni tímabilið 2003-04. Eiður lék 41 leik í öllum keppnum þetta tímabil og skoraði 13 mörk. Sjötti apríl er merkilegur í Meistaradeildarsögu Chelsea því á þessum degi 2005 vann liðið 4-2 sigur á Bayern München á Stamford Bridge. Eiður lagði upp fjórða mark Chelsea fyrir Didier Drogba. Chelsea vann einvígið, 6-5 samanlagt. Meistaradeild Evrópu Einu sinni var... Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Á þessum degi, 6. apríl, fyrir 16 árum gaf Eiður Smári Guðjohnsen sennilega sína frægustu stoðsendingu á ferlinum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af seinni leik Chelsea og Arsenal á Highbury í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fékk Eiður boltann frá vinstri bakverðinum Wayne Bridge. Hann var fljótur að hugsa og setti boltann í fyrstu sendingu milli fóta Kolos Toure og í hlaupaleið Bridge. Hann kláraði færið af yfirvegun, setti boltann í fjærhornið og tryggði Chelsea 2-1 sigur og sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Bridge. Highbury. 6 April 2004. #onthisday pic.twitter.com/c9ET18U38G— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 6, 2020 Eiður kom mikið við sögu í einvíginu gegn Arsenal sem fór taplaust í gegnum tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsfyrirliðinn kom Chelsea yfir á 53. mínútu í fyrri leiknum gegn Arsenal á Stamford Bridge. Sex mínútum síðar jafnaði Robert Pires í 1-1 sem urðu lokatölur. Skytturnar voru því með útivallarmark í farteskinu fyrir seinni leikinn. Staða Arsenal vænkaðist enn frekar þegar José Antonio Reyes heitinn kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks í seinni leiknum. Snemma í seinni hálfleik átti Claude Makélélé skot af löngu færi sem Jens Lehmann varði. Þjóðverjinn hélt ekki boltanum sem féll fyrir Frank Lampard sem jafnaði í 1-1 og í 2-2 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Eiður og Bridge voru á öðru máli og bjuggu til sigurmark Chelsea eins og áður sagði. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í báðum leikjunum gegn Arsenal. Í fyrri leiknum var hann í framlínunni með Adrian Mutu en í þeim seinni með góðvini sínum, Jimmy Floyd Hasselbaink. Allt það helsta úr seinni leik Chelsea og Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Í undanúrslitunum tapaði Chelsea fyrir Monaco, samanlagt 5-3. Eiður lagði upp mark í báðum leikjunum. Hann gaf alls fimm stoðsendingar í Meistaradeildinni tímabilið 2003-04. Eiður lék 41 leik í öllum keppnum þetta tímabil og skoraði 13 mörk. Sjötti apríl er merkilegur í Meistaradeildarsögu Chelsea því á þessum degi 2005 vann liðið 4-2 sigur á Bayern München á Stamford Bridge. Eiður lagði upp fjórða mark Chelsea fyrir Didier Drogba. Chelsea vann einvígið, 6-5 samanlagt.
Meistaradeild Evrópu Einu sinni var... Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira