Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 21:04 Sjálfboðaliðar dreifa andlitsgrímum og matvælum til bágstaddra í San Antón-kirkjunni í Madrid. Hlutfall smitaðra í borginni er eitt það hæsta á Spáni. Vísir/EPA Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. Um 2,3 milljónir manna gætu hafa smitast af veirunni ef marka má mótefnamælinguna. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 230.000 manns greinst smitaðir af veirunni. Um 60.000 manns voru skimaðir fyrir mótefnum í rannsókn yfirvalda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veiran virtist útbreiddust um mitt landið. Í Madrid bendir mótefnamælingin til þess að um 11,3% íbúa hafi smitast. Hæsta hlutfallið greindist í borgunum Soria og Cuenca í nágrannahéruðum Madridar, 14,2 og 13,5%. Þær niðurstöður virðast renna stoðum undir stefnu spænskra stjórnvalda sem hafa létt á takmörkunum mismikið eftir svæðum á grundvelli útbreiðslu veirunnar á hverjum stað, að sögn Salvadors Illa, heilbrigðisráðherra. Um helmingur landsmanna nýtur nú meira frjálsræðis frá og með síðasta mánudegi en útgöngubannið á Spáni hefur verið eitt það strangasta í Evrópu. Rúmlega 27.100 manns hafa nú látið lífið í faraldrinum á Spáni. Samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum er Spánn í fimmta sæti yfir fjölda dauðsfalla í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi. Stjórnvöld ætla að halda landamærum Spánar lokuðum fyrir flestum erlendum ferðamönnum fram í júlí. Landamærunum að Frakklandi og Portúgal hefur verið lokað frá því að neyðarástandi var lýst yfir vegna faraldursins um miðjan mars. Erlendir ferðalangar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins sem hefur í reynd stöðvað flug- og skipasamgöngur. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. Um 2,3 milljónir manna gætu hafa smitast af veirunni ef marka má mótefnamælinguna. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 230.000 manns greinst smitaðir af veirunni. Um 60.000 manns voru skimaðir fyrir mótefnum í rannsókn yfirvalda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veiran virtist útbreiddust um mitt landið. Í Madrid bendir mótefnamælingin til þess að um 11,3% íbúa hafi smitast. Hæsta hlutfallið greindist í borgunum Soria og Cuenca í nágrannahéruðum Madridar, 14,2 og 13,5%. Þær niðurstöður virðast renna stoðum undir stefnu spænskra stjórnvalda sem hafa létt á takmörkunum mismikið eftir svæðum á grundvelli útbreiðslu veirunnar á hverjum stað, að sögn Salvadors Illa, heilbrigðisráðherra. Um helmingur landsmanna nýtur nú meira frjálsræðis frá og með síðasta mánudegi en útgöngubannið á Spáni hefur verið eitt það strangasta í Evrópu. Rúmlega 27.100 manns hafa nú látið lífið í faraldrinum á Spáni. Samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum er Spánn í fimmta sæti yfir fjölda dauðsfalla í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi. Stjórnvöld ætla að halda landamærum Spánar lokuðum fyrir flestum erlendum ferðamönnum fram í júlí. Landamærunum að Frakklandi og Portúgal hefur verið lokað frá því að neyðarástandi var lýst yfir vegna faraldursins um miðjan mars. Erlendir ferðalangar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins sem hefur í reynd stöðvað flug- og skipasamgöngur.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira