Borgarleikhúsið býður upp á tónleika með Bubba Morthens klukkan 12 í dag og alla föstudaga á meðan á samkomubanni stendur.
Þetta er hluti af verkefninu Borgó í beinni en leikhúsið býður upp á fjöldan allan af viðburðum sem streymt er heim í stofu landsmanna.
Bubbi mætir í Borgarleikhúsið með gítarinn, tekur nokkur lög og segir sögurnar á bakvið lögin. Þetta er þriðja vikan í röð sem Bubbi heldur föstudagstónleika. Upptökur hinna tónleikanna má finna hér: Bubbi 27. mars og Bubbi 20. mars.