Loka af bæ strangtrúaðra gyðinga þar sem kórónuveiran er talin mjög útbreidd Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 10:20 Lögregluþjónar í hlífðarbúnaði handtaka þrjá menn sem fóru gegn tilmælum yfirvalda og fóru í bænahús í Bnei Brak. AP/Ariel Schalit Lögreglan í Ísrael hefur lokað af bænum Bnei Brak, þar sem margir strangtrúaðir gyðingar búa, vegna þess hve nýja kórónuveiran hefur dreifst þar samkvæmt sérfræðingum. Búið er að setja útgöngubann á bæinn í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins beitti neyðarlögum vegna hans í gærkvöldi. Sérfræðingar áætla að allt að 38 prósent þeirra 200 þúsund manna sem búa í bænum séu þegar smitaðir af veirunni, samkvæmt frétt Reuters. Þá er talið að smitaðir í bænum séu um það bil þriðjungur þeirra sem smitast hafa í Ísrael en um 8,7 milljónir manna búa þar í landi. Þó er einungis búið að staðfesta um 966 tilfelli í bænum. Embættismenn segja samt íbúar Bnai Brak búi í mikilli nánd og þéttleiki byggðarinnar þar sé nærri því hundrað sinnum meiri en meðaltal Ísrael. Margir íbúa bæjarins eru fátækir og margir þeirra hafa farið eftir ráðum presta, sem eru andsnúnir ríkinu, og hafa hvatt fólk til að fylgja ekki tilmælum sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar. Lögreglan mun koma í veg fyrir alla umferð úr og í bæinn og koma rúmlega þúsund lögregluþjónar og hermenn að þeim aðgerðum. Auk þess að loka leiðum inn og úr bænum munu lögregluþjónarnir einnig draga úr ferðum íbúa innan bæjarins en þeim hefur verið gert að halda sig heima eins mikið og auðið er. Yfirmaður lögreglunnar segir að streitist íbúar á móti hafi lögregluþjónar fengið heimild til að beita „viðeigandi valdi“, samkvæmt Times of Israel. Eldri íbúar Bnei Brak verða fluttir úr bænum til að koma í veg fyrir að þau smitist. Í Ísrael hafa 7.030 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og 36 hafa dáið. Gangi verstu spár varðandi Bnei Brak eftir, eru þó um 78 þúsund manns smitaðir þar. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Lögreglan í Ísrael hefur lokað af bænum Bnei Brak, þar sem margir strangtrúaðir gyðingar búa, vegna þess hve nýja kórónuveiran hefur dreifst þar samkvæmt sérfræðingum. Búið er að setja útgöngubann á bæinn í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins beitti neyðarlögum vegna hans í gærkvöldi. Sérfræðingar áætla að allt að 38 prósent þeirra 200 þúsund manna sem búa í bænum séu þegar smitaðir af veirunni, samkvæmt frétt Reuters. Þá er talið að smitaðir í bænum séu um það bil þriðjungur þeirra sem smitast hafa í Ísrael en um 8,7 milljónir manna búa þar í landi. Þó er einungis búið að staðfesta um 966 tilfelli í bænum. Embættismenn segja samt íbúar Bnai Brak búi í mikilli nánd og þéttleiki byggðarinnar þar sé nærri því hundrað sinnum meiri en meðaltal Ísrael. Margir íbúa bæjarins eru fátækir og margir þeirra hafa farið eftir ráðum presta, sem eru andsnúnir ríkinu, og hafa hvatt fólk til að fylgja ekki tilmælum sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar. Lögreglan mun koma í veg fyrir alla umferð úr og í bæinn og koma rúmlega þúsund lögregluþjónar og hermenn að þeim aðgerðum. Auk þess að loka leiðum inn og úr bænum munu lögregluþjónarnir einnig draga úr ferðum íbúa innan bæjarins en þeim hefur verið gert að halda sig heima eins mikið og auðið er. Yfirmaður lögreglunnar segir að streitist íbúar á móti hafi lögregluþjónar fengið heimild til að beita „viðeigandi valdi“, samkvæmt Times of Israel. Eldri íbúar Bnei Brak verða fluttir úr bænum til að koma í veg fyrir að þau smitist. Í Ísrael hafa 7.030 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og 36 hafa dáið. Gangi verstu spár varðandi Bnei Brak eftir, eru þó um 78 þúsund manns smitaðir þar.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira