Hljómsveitin Hjaltalín hefur gefið út nýtt lag, Needles and Pins. Um er að ræða þriðju smáskífuna af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem verður sú fjórða í röðinni. Áður höfðu komið út lögin Baronesse og Love From '99.
Baronesse var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem lag ársins.
Platan er annars fullkláruð og er nú bara í framleiðslufasa og væntanleg á allra næstu mánuðum. Um átta ár eru liðin frá því að síðasta plata Hjaltalín, Enter 4, kom út.
Nýja lag Hjaltalín, Needles and Pins, var samið af píanó- og hljómborðsleikara sveitarinnar, Hirti Ingva Jóhannssyni, í samvinnu við aðra meðlimi Hjaltalín.
Nýja platan hefur ekki enn fengið formlegt nafn, en gengur undir vinnuheitinu „Úlfaplatan“.
Hér að neðan má hlusta á nýja lagið frá Hjaltalín.