Fótbolti

Real ekki byrjað að æfa en Jovic meiddur og frá í tvo mánuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luka Jovic á varamannabekknum hjá Real fyrr í vetur.
Luka Jovic á varamannabekknum hjá Real fyrr í vetur. vísir/getty

Luka Jovic, framherji Real Madrid, hefur ekki átt sjö daganna sæla að undanförnu. Hann var gripinn á röltinu í heimalandinu, Serbíu, er útgöngubann ríkti þar í landi og nú er hann meiddur.

Það sem vekur mikla undrun varðandi meiðsli Jovic er að það ríkir enn útgöngubann á Spáni og Real er ekki byrjað að æfa. Hann virðist því hafa meiðst heima í stofu en Real staðfesti meiðsli hans í gær. Hann gæti verið frá í tvo mánuði.

Real snýr aftur til æfinga á mánudaginn en vonast er til þess að boltinn fari aftur að rúlla í júní en þar hefur allt verið stopp í tvo mánuði. Það verður enginn Luka Jovic á fótboltavellinum á mánudag.

Hinn 23 ára Jovic gekk í raðir Real Madrid síðasta sumar frá Benfica en framherjinn hefur einungis skorað tvö mörk í þeim fimmtán leikjum sem hann hefur spilað fyrir spænska risann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×