Nýi Þórsarinn hoppaði hærra en Vince Carter og McGrady í nýliðabúðum NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 16:00 Jahii Carson í leik með ástralska liðinu Wollongong Hawks í október 2014 en þetta var hans fyrsta tímabil sem atvinnumaður utan Bandaríkjanna. Getty/ Joosep Martinson Bandaríski körfuboltamaðurinn Jahii Carson hefur samið við Þór um að spila með liðinu en hann spilaði með Arizona State í bandaríska háskólaboltanum og var tvisvar kosinn í úrvalslið PAC-12 deildarinnar. Þetta kemur fram á Hafnarfréttum og þar staðfestir Lárus Jónsson komu leikmannsins. „Við bindum vonir við að hann komi sem leiðtogi inn í liðið sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og hjálpi okkur að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta,“ segir Lárus Jónsson þjálfari Þórs um Jahii Carsson í samtali við Hafnarfréttir. Jahii Carson fór í nýliðavalið árið 2014 og vakti þá sérstaklega athygli í nýliðabúðunum hvað hann hoppaði svakalega. Carson stökk þá 47 tommur eða rúma 119 sentimetra og þá höfðu aðeins sjö stokkið hærra í sögu nýliðamælinganna ( NBA Pre-Draft Combine). watch on YouTube Nýi Þórsarinn hoppaði meðal annars hærra en háloftamennirnir Vince Carter og Tracy McGrady og þá var hann einnig með meiri stökkkraft en bakverðirnir John Wall og Damian Lillard. Jahii Carson var með 18,5 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í 68 leikjum í háskólaboltanum en hann spilaði bara í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku. Carson var ekki valinn í nýliðavalinu og tókst ekki að vinna sér sæti í liði Houston Rockets í sumardeildinni. 8,4 stig og 1,6 stoðsendingar í leik þar voru ekki nóg. Hans fyrstu skref í atvinnumennsku voru tímabilið 2014-15 með ástralska liðinu Wollongong Hawks og hann hefur síðan spilað í Serbíu, Tyrklandi, Kanada, Grikklandi, Rúmeníu og Kýpur. Post game with Jahii Carson@NBLCanada @JahiiCarson @TheMonctonMagic @AvenirCentre #feelthemagic #Hubcity pic.twitter.com/Oa8PxqvP6z— The Moncton Magic (@TheMonctonMagic) November 18, 2018 Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Jahii Carson hefur samið við Þór um að spila með liðinu en hann spilaði með Arizona State í bandaríska háskólaboltanum og var tvisvar kosinn í úrvalslið PAC-12 deildarinnar. Þetta kemur fram á Hafnarfréttum og þar staðfestir Lárus Jónsson komu leikmannsins. „Við bindum vonir við að hann komi sem leiðtogi inn í liðið sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og hjálpi okkur að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta,“ segir Lárus Jónsson þjálfari Þórs um Jahii Carsson í samtali við Hafnarfréttir. Jahii Carson fór í nýliðavalið árið 2014 og vakti þá sérstaklega athygli í nýliðabúðunum hvað hann hoppaði svakalega. Carson stökk þá 47 tommur eða rúma 119 sentimetra og þá höfðu aðeins sjö stokkið hærra í sögu nýliðamælinganna ( NBA Pre-Draft Combine). watch on YouTube Nýi Þórsarinn hoppaði meðal annars hærra en háloftamennirnir Vince Carter og Tracy McGrady og þá var hann einnig með meiri stökkkraft en bakverðirnir John Wall og Damian Lillard. Jahii Carson var með 18,5 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í 68 leikjum í háskólaboltanum en hann spilaði bara í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku. Carson var ekki valinn í nýliðavalinu og tókst ekki að vinna sér sæti í liði Houston Rockets í sumardeildinni. 8,4 stig og 1,6 stoðsendingar í leik þar voru ekki nóg. Hans fyrstu skref í atvinnumennsku voru tímabilið 2014-15 með ástralska liðinu Wollongong Hawks og hann hefur síðan spilað í Serbíu, Tyrklandi, Kanada, Grikklandi, Rúmeníu og Kýpur. Post game with Jahii Carson@NBLCanada @JahiiCarson @TheMonctonMagic @AvenirCentre #feelthemagic #Hubcity pic.twitter.com/Oa8PxqvP6z— The Moncton Magic (@TheMonctonMagic) November 18, 2018
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira