Leikstjóri „The Last Dance“ í sjokki yfir að Jordan samþykkti þætti sjö og átta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:30 Michael Jordan var ekki auðveldur viðureignar enda keppnisskapið svakalegt. Nú fáum við meira að vita um það hvernig hann hegðaði sér á bak við tjöldin. Getty/Brian Bahr Það er búið að kynda vel undir spennu körfuboltaáhugafólks fyrir næstu tveimur þáttum í heimildaþáttarröðinni „The Last Dance“ eftir að leikstjórinn viðurkenndi að hafa átt von á því að Jordan myndi ekki leyfa næstu þætti. Næstu tveir þættir af „The Last Dance“ sem eru númer sjö og átta í röðinni munu gefa áhorfendum innsýn í hvernig Michael Jordan var sem liðsfélagi og sem andstæðingur. Það er ljóst að Jordan var mjög kröfuharður liðsfélagi og mjög kjaftfor mótherji. Nú fær körfuboltaáhugafólk frábæra og betri innsýn í það. "When you see the episodes next week, you'll be surprised. ... There's behavior in there I'm shocked Michael [let us keep in.]" Last Dance director Jason Hehir says that Michael Jordan could have taken anything out of the doc, but chose not to.— Andrew Perloff (@andrewperloff) May 4, 2020 Gríðarlegur áhugi og áhorf hefur verið á fyrstu sex þættina af „The Last Dance“ en næstum því sex milljónir hafa horft á þá að meðaltali í Bandaríkjunum. ESPN kynnti næstu þætti með myndbroti af sögunni þegar Michael Jordan sló niður Steve Kerr á æfingu. Það fylgir sögunni að ýmislegt annað muni koma þar í ljós með hvernig Mihcael Jordan hagaði sér á bak við tjöldin. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndbrot af þessu fræga atviki á milli Michael Jordan og Steve Kerr. Michael Jordan breaks down exactly how he ended up punching Steve Kerr in the face during Bulls practice. Afterward we discuss the difference between then, when a fight could go largely unnoticed, and now, where if a guy subtweets his teammate, there is large-scale FREAKING OUT. pic.twitter.com/DHwcDQ2dnm— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) May 5, 2020 „Þegar þið sjáið þættina í næstu viku þá mun margt koma ykkur á óvart. Kannski sleppti hann (Jordan) að horfa á sjöunda þáttinn því ég trúi því varla ennþá að hann hafi gefið grænt ljós á hann,“ sagði Jason Hehir leikstjóri „The Last Dance“ í viðtali í útvarpsþættinum "Dan Patrick Show" í vikunni. „Sagan með Steve Kerr er bara saga sem er sögð og hann vildi alveg tala um það atvik eins og Steve líka. Fjársjóðurinn varðandi þessar upptökur kemur vel í ljós í næstu þáttum. Við tæklum það í þáttum sjö og átta hvernig það var að spila með Mihcael og hvernig var að spila á móti Michael,“ sagði Jason Hehir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr næsta þætti af „The Last Dance“ sem fjallar um það að vera liðsfélagi Michael Jordan. "We were his teammates and we were afraid of him." #TheLastDance pic.twitter.com/cOkVNyKH9D— ESPN (@espn) May 7, 2020 NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
Það er búið að kynda vel undir spennu körfuboltaáhugafólks fyrir næstu tveimur þáttum í heimildaþáttarröðinni „The Last Dance“ eftir að leikstjórinn viðurkenndi að hafa átt von á því að Jordan myndi ekki leyfa næstu þætti. Næstu tveir þættir af „The Last Dance“ sem eru númer sjö og átta í röðinni munu gefa áhorfendum innsýn í hvernig Michael Jordan var sem liðsfélagi og sem andstæðingur. Það er ljóst að Jordan var mjög kröfuharður liðsfélagi og mjög kjaftfor mótherji. Nú fær körfuboltaáhugafólk frábæra og betri innsýn í það. "When you see the episodes next week, you'll be surprised. ... There's behavior in there I'm shocked Michael [let us keep in.]" Last Dance director Jason Hehir says that Michael Jordan could have taken anything out of the doc, but chose not to.— Andrew Perloff (@andrewperloff) May 4, 2020 Gríðarlegur áhugi og áhorf hefur verið á fyrstu sex þættina af „The Last Dance“ en næstum því sex milljónir hafa horft á þá að meðaltali í Bandaríkjunum. ESPN kynnti næstu þætti með myndbroti af sögunni þegar Michael Jordan sló niður Steve Kerr á æfingu. Það fylgir sögunni að ýmislegt annað muni koma þar í ljós með hvernig Mihcael Jordan hagaði sér á bak við tjöldin. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndbrot af þessu fræga atviki á milli Michael Jordan og Steve Kerr. Michael Jordan breaks down exactly how he ended up punching Steve Kerr in the face during Bulls practice. Afterward we discuss the difference between then, when a fight could go largely unnoticed, and now, where if a guy subtweets his teammate, there is large-scale FREAKING OUT. pic.twitter.com/DHwcDQ2dnm— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) May 5, 2020 „Þegar þið sjáið þættina í næstu viku þá mun margt koma ykkur á óvart. Kannski sleppti hann (Jordan) að horfa á sjöunda þáttinn því ég trúi því varla ennþá að hann hafi gefið grænt ljós á hann,“ sagði Jason Hehir leikstjóri „The Last Dance“ í viðtali í útvarpsþættinum "Dan Patrick Show" í vikunni. „Sagan með Steve Kerr er bara saga sem er sögð og hann vildi alveg tala um það atvik eins og Steve líka. Fjársjóðurinn varðandi þessar upptökur kemur vel í ljós í næstu þáttum. Við tæklum það í þáttum sjö og átta hvernig það var að spila með Mihcael og hvernig var að spila á móti Michael,“ sagði Jason Hehir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr næsta þætti af „The Last Dance“ sem fjallar um það að vera liðsfélagi Michael Jordan. "We were his teammates and we were afraid of him." #TheLastDance pic.twitter.com/cOkVNyKH9D— ESPN (@espn) May 7, 2020
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira