Dusty deildarmeistari Vodafone-deildarinnar Ólafur Hrafn Steinarsson skrifar 7. maí 2020 20:00 Dusty Counter Strike liðið Dusty tryggði sér í gær deildarmeistaratitil Vodafone Deildarinnar í rafíþróttum með 2-0 sigri á Fylki í æsispennandi viðureign. Fylkir voru taplausir fyrir leikinn og Dusty aðeins með eitt tap og því var allt undir þegar liðin mættust í gærkvöldi í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Fyrirkomulagið í keppninni var þannig að annað liðið þurfti að vera á undan að vinna tvo leiki til að tryggja sér sigur, og kallast þetta “best of 3” sería. Leikur 1 - Overpass Fyrsti leikurinn var spilaður á borði sem kallast Overpass og var það valið af Dusty. Dusty byrjuðu betur en Fylkismenn létu ekki draga úr sér og tóku stjórnina á leiknum í seinni hluta fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 9 lotur fyrir Fylki en 6 fyrir Dusty. Það var þó eins og þjálfari Dusty manna hafi haldið eldræðu yfir þeim í hálfleik en í seinni hálfleik slepptu Dusty aldrei takinu á leiknum og tryggðu sér sigur í fyrsta borðinu með 16 lotum á móti 10. Leikur 2 - Vertigo Leikur númer tvö var spilaður á borði sem kallast Vertigo og var það valið af Fylki. Aftur byrjuðu Dusty betur en Fylkir fylgdu fast á eftir og var staðan nokkuð jöfn þangað til í lok fyrri hálfleiks, en þá náðu Dusty að sigla aðeins framúr. Staðan í hálfleik var 9 lotur gegn 6 Dusty í vil. Seinni hálfleikur leiksins var sennilega einn mest spennandi hálfleikur í sögu Counter Strike á Íslandi og komu Dusty menn sér snemma í 12 lotur og vantaði bara 4 lotur uppá að fara með sigur í þessu borði, seríunni og deildinni allri, en þá svöruðu Fylkismenn fyrir sig og náðu að jafna leikinn í stöðunni 13-13. Fylkir komust síðan yfir í fyrsta sinn í langan tíma í leiknum og vantaði eina lotu uppá að tryggja framlengingu og tækifæri á að spila þriðja og síðasta borðið í seríunni. En það var að lokum Dusty sem náði að klára síðustu tvær loturnar og tryggja sér sigurinn og deildarmeistaratitilinn í Vodafone-deildinni. Klippa: Fylkir vs. Dusty - Vodafone-deildin Næst á dagskrá er Stórmót Vodafone í CS:GO og League of Legends sem hefst helgina 16. og 17. maí. Skráning í mótið er opin og er hægt að skrá sig á síðunni challengermode.com/s/RISI. Vodafone-deildin Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti
Counter Strike liðið Dusty tryggði sér í gær deildarmeistaratitil Vodafone Deildarinnar í rafíþróttum með 2-0 sigri á Fylki í æsispennandi viðureign. Fylkir voru taplausir fyrir leikinn og Dusty aðeins með eitt tap og því var allt undir þegar liðin mættust í gærkvöldi í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Fyrirkomulagið í keppninni var þannig að annað liðið þurfti að vera á undan að vinna tvo leiki til að tryggja sér sigur, og kallast þetta “best of 3” sería. Leikur 1 - Overpass Fyrsti leikurinn var spilaður á borði sem kallast Overpass og var það valið af Dusty. Dusty byrjuðu betur en Fylkismenn létu ekki draga úr sér og tóku stjórnina á leiknum í seinni hluta fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 9 lotur fyrir Fylki en 6 fyrir Dusty. Það var þó eins og þjálfari Dusty manna hafi haldið eldræðu yfir þeim í hálfleik en í seinni hálfleik slepptu Dusty aldrei takinu á leiknum og tryggðu sér sigur í fyrsta borðinu með 16 lotum á móti 10. Leikur 2 - Vertigo Leikur númer tvö var spilaður á borði sem kallast Vertigo og var það valið af Fylki. Aftur byrjuðu Dusty betur en Fylkir fylgdu fast á eftir og var staðan nokkuð jöfn þangað til í lok fyrri hálfleiks, en þá náðu Dusty að sigla aðeins framúr. Staðan í hálfleik var 9 lotur gegn 6 Dusty í vil. Seinni hálfleikur leiksins var sennilega einn mest spennandi hálfleikur í sögu Counter Strike á Íslandi og komu Dusty menn sér snemma í 12 lotur og vantaði bara 4 lotur uppá að fara með sigur í þessu borði, seríunni og deildinni allri, en þá svöruðu Fylkismenn fyrir sig og náðu að jafna leikinn í stöðunni 13-13. Fylkir komust síðan yfir í fyrsta sinn í langan tíma í leiknum og vantaði eina lotu uppá að tryggja framlengingu og tækifæri á að spila þriðja og síðasta borðið í seríunni. En það var að lokum Dusty sem náði að klára síðustu tvær loturnar og tryggja sér sigurinn og deildarmeistaratitilinn í Vodafone-deildinni. Klippa: Fylkir vs. Dusty - Vodafone-deildin Næst á dagskrá er Stórmót Vodafone í CS:GO og League of Legends sem hefst helgina 16. og 17. maí. Skráning í mótið er opin og er hægt að skrá sig á síðunni challengermode.com/s/RISI.
Vodafone-deildin Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti