Á YouTube-síðunni Artic Lab hafa verið birt tvö myndbönd með tónleikum. Annarsvegar tónleikar með söngkonunni vinsælu Bríet og hinsvegar með Elínu Hall.
Tónleikarnir voru teknir upp í Sundaborg og eru um tuttugu mínútur á lengd.
Á næstunni verða fleiri tónleikar á síðunni birtir og hafa forsvarsmenn Artic Lab nú þegar rætt við marga af vinsælustu tónlistamönnum landsins.
Hér að neðan má sjá fyrstu tvö myndböndin frá Artic Lab.