Fótbolti

Stjörnuleikmenn Barcelona mættu allir með grímur og hanska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi styttan sést hér með grímu í Madame Tussauds vaxmyndasafninu í Berlín en í dag mætti hann með grímu í vinnuna hjá Barcelona vegna kórónuveirunnar.
Lionel Messi styttan sést hér með grímu í Madame Tussauds vaxmyndasafninu í Berlín en í dag mætti hann með grímu í vinnuna hjá Barcelona vegna kórónuveirunnar. Getty/Britta Pedersen

Það styttist í það að spænski fótboltinn fari aftur að rúlla og fyrsta skrefið er að endurheimta alla leikmenn liðsins úr einangrun.

Barcelona leikmennirnir pössuðu bæði upp á sig og aðra í dag þegar þeir mættu til baka á æfingasvæðið. Stjörnuleikmenn Barcelona liðsins voru bæði grímur og hanska þegar þeir mætta á bílum sínum.

Spánverjar fóru mjög illa út úr kórónuveirunni eins og Ítalir og Frakkar en ólíkt Frökkum þá eru spænsku liðin farin að undirbúa það að klára tímabilið 2019-20. Frakkar hafa flautað sitt tímabil af.

Ekkert hefur verið spilað á Spáni síðan í byrjun mars en nú hefur stefnan verið sett á það að byrja aftur að spila í næsta mánuði.

Spænsku félögin eru því farin að kalla leikmenn sína til baka. Leikmenn Barcelona mættu allir á æfingasvæði Barcelona í dag.

Barcelona tilkynnti það að spænska deildin hefði gefið félaginu leyfi til að fá leikmennina aftur til sín.

Byrjað var að senda þá alla í kórónuveirupróf í dag og þeir munu síðan hefja einstaklingsæfingar seinna í þessari viku. Liðið fer síðan að æfa saman þegar leyfi fæst til þess.

Það er mikil spenna á toppi spænsku deildarinnar. Barcelona er bara með tveggja stiga forskot á Real og það eru enn ellefu umferðir eftir af tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×