Leikararnir í Sápunni ruddu sér leið inn í hljóðver FM957 Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2020 14:31 Nokkuð spaugilegt atvik. Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Þættirnir hefja göngu sína á föstudagskvöldið og hefur leikarahópurinn verið í tökum síðustu daga í myndveri við Suðurlandsbraut 10. Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson. Katla og Jóhannes Haukur leika par sem aldrei giftu sig en hafa verið saman í 15 ár. Eftir mikla einangrun í kórónuveiru ástandinu hefur Katla gert upp hug sinn. Hún vill skilnað. Þau búa í meðalstórri íbúð á höfuðborgarsvæðinu á góðum stað. Jóhannes leikur mann sem starfar sem endurskoðandi en hefði viljað vinna við eitthvað nær náttúrunni en hafði aldrei kjarkinn til að elta draumana. Katla leikur aftur á móti konu sem starfar sem hárgreiðslukona og hefur ekki getað sinnt vinnunni síðan Covid-19 ástandið skall á, en hefur komið fyrir stól inni í íbúð þar sem hún fær til sín kúnna í tíma og ótíma sem fer ekki vel í eiginmanninn. Aron Már leikur karakter sem er nýfluttur í blokkina. Myndarlegur, hress og skemmtilegur strákur sem elskar að ferðast og hefur augastað á Kötlu. Karakter Jóhannesar eignast skyndilega fullt af peningum eftir að hann vinnur í lottóinu. Katla fer strax í það að sannfæra hann um að núna sé kominn tími til að gifta sig, bara svo hún geti drepið hann með aðstoð Arons og þau flutt saman til Balí. Í morgun tóku leikararnir og leikstjórar upp á því að riðja sér leið inn í hljóðver FM957 og taka yfir útsendinguna. Atvikið náðist á myndband sem sjá má hér að neðan en þar má sjá leikstjórana Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson og leikarana Aron Má Ólafsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson taka yfir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) on May 6, 2020 at 5:24am PDT Hér að neðan má hlusta á innslag leikarahópsins í Brennslunni. Grín og gaman Sápan Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Þættirnir hefja göngu sína á föstudagskvöldið og hefur leikarahópurinn verið í tökum síðustu daga í myndveri við Suðurlandsbraut 10. Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson. Katla og Jóhannes Haukur leika par sem aldrei giftu sig en hafa verið saman í 15 ár. Eftir mikla einangrun í kórónuveiru ástandinu hefur Katla gert upp hug sinn. Hún vill skilnað. Þau búa í meðalstórri íbúð á höfuðborgarsvæðinu á góðum stað. Jóhannes leikur mann sem starfar sem endurskoðandi en hefði viljað vinna við eitthvað nær náttúrunni en hafði aldrei kjarkinn til að elta draumana. Katla leikur aftur á móti konu sem starfar sem hárgreiðslukona og hefur ekki getað sinnt vinnunni síðan Covid-19 ástandið skall á, en hefur komið fyrir stól inni í íbúð þar sem hún fær til sín kúnna í tíma og ótíma sem fer ekki vel í eiginmanninn. Aron Már leikur karakter sem er nýfluttur í blokkina. Myndarlegur, hress og skemmtilegur strákur sem elskar að ferðast og hefur augastað á Kötlu. Karakter Jóhannesar eignast skyndilega fullt af peningum eftir að hann vinnur í lottóinu. Katla fer strax í það að sannfæra hann um að núna sé kominn tími til að gifta sig, bara svo hún geti drepið hann með aðstoð Arons og þau flutt saman til Balí. Í morgun tóku leikararnir og leikstjórar upp á því að riðja sér leið inn í hljóðver FM957 og taka yfir útsendinguna. Atvikið náðist á myndband sem sjá má hér að neðan en þar má sjá leikstjórana Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson og leikarana Aron Má Ólafsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson taka yfir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) on May 6, 2020 at 5:24am PDT Hér að neðan má hlusta á innslag leikarahópsins í Brennslunni.
Grín og gaman Sápan Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira