Lífið

Litla föndurhornið: Innrammað snjókorn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jólaföndur 20. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur.
Jólaföndur 20. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Vísir/Kristbjörg

Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Föndur dagsins er snjókorn í ramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.

Mynd/Vísir

Stundum kaupi ég eitthvað, án þess að hafa hugmynd um hvað ég ætla að gera við það. Það var þannig með þetta snjókorn. Mér fannst það ótrúlega flott, bjóða upp á mikla möguleika, þannig að við leiddumst hönd í hönd heim úr búðinni. Ok, annað okkar var í poka sem hitt hélt á en það hljómar ekki eins vel.

En svo vandaðist málið, hvað átti að verða úr þessu snjókorni. Ég ákvað að ramma það inn, og fann þennan ramma í Fjölsmiðjunni sem er notað-nýtt búð hérna á Akureyri. Ég elska þessar spýtur úr Tiger, þið getið ekki trúað því hvað ég hef notað þær mikið. Svo er það uppáhalds viðarbæsinn minn, smá málning og trélim. 

Ég byrjaði á því að mæla spýturnar og klippa þær niður. Svo límdi ég þær á bakið á rammanum. Ég tók rammann sjálfan, fjarlægði allt "innvolsið" og notaði juðara eiginmannsins til að fjarlægja alla málninguna. 

Þegar spýturnar voru orðnar vel fastar við bakið þá bæsaði ég þær og málaði rammann og snjókornið hvítt. Svo var bara að taka trélímið aftur fram og líma snjókornið niður. 

 

Glæsilegt innrammað snjókorn, ekki satt?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.