Jóladagatal Vísis: Benedikt Erlingsson gerir Sigurjóni erfitt fyrir í Tvímælalaust Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 22. desember 2019 08:00 Þorsteinn Guðmundsson reyndi að aðstoða Sigurjón Kjartansson í að kveða niður uppreisnarhegðun Benedikts. skjáskot Upp er runninn 22. desember og fjórði í aðventu genginn í garð. Aðeins tveir dagar eru til jóla og lokaskrefin víða tekin í undirbúningi. Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni. Sigurjón Kjartansson stýrði þátttunum Tvímælalaust á Stöð 2 með aðstoð Jóns Gnarr árið 2011. Í klippunni hér að neðan mætast þrír fyrrum Fóstbræður, þeir Sigurjón, Þorsteinn Guðmundsson og Benedikt Erlingsson. Benedikt var þó ekki á þeim buxunum að láta viðtalið ganga smurt og þægilega fyrir sig heldur vakti í sí og æ athygli á óþarflegum léttúðugleika viðfangsefnisins, og vildi ólmur tala um mikilvægari hluti. Í undirflokk Tvímælalaust á sjónvarpsvef Vísis má finna ýmsa gullmola. Hér er til að mynda símtal þeirra Tvíhöfðabræðra á þýskan pöbb, þar sem þeir kynntu Þjóðverjann á hinum enda línunnar fyrir þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur. Hér er svo stórskemmtilegt viðtal kumpánanna við Friðrik Weisshappel hönnuð. Jóladagatal Vísis 2019 Jóladagatal Vísis Mest lesið Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Fer í jólamessu hjá pabba Jól Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“ Jól Þrjátíu ára Söruhefð Jól Jóladagatal Vísis: Skyndipróf Svínasúpunnar í stafsetningu Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól
Upp er runninn 22. desember og fjórði í aðventu genginn í garð. Aðeins tveir dagar eru til jóla og lokaskrefin víða tekin í undirbúningi. Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni. Sigurjón Kjartansson stýrði þátttunum Tvímælalaust á Stöð 2 með aðstoð Jóns Gnarr árið 2011. Í klippunni hér að neðan mætast þrír fyrrum Fóstbræður, þeir Sigurjón, Þorsteinn Guðmundsson og Benedikt Erlingsson. Benedikt var þó ekki á þeim buxunum að láta viðtalið ganga smurt og þægilega fyrir sig heldur vakti í sí og æ athygli á óþarflegum léttúðugleika viðfangsefnisins, og vildi ólmur tala um mikilvægari hluti. Í undirflokk Tvímælalaust á sjónvarpsvef Vísis má finna ýmsa gullmola. Hér er til að mynda símtal þeirra Tvíhöfðabræðra á þýskan pöbb, þar sem þeir kynntu Þjóðverjann á hinum enda línunnar fyrir þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur. Hér er svo stórskemmtilegt viðtal kumpánanna við Friðrik Weisshappel hönnuð.
Jóladagatal Vísis 2019 Jóladagatal Vísis Mest lesið Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Fer í jólamessu hjá pabba Jól Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“ Jól Þrjátíu ára Söruhefð Jól Jóladagatal Vísis: Skyndipróf Svínasúpunnar í stafsetningu Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól