Lífið

Litla föndurhornið: Hvert fór tíminn?

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir

Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu föndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Við gefum Kristbjörgu orðið.

Mynd/Vísir

Verkefnið í dag er ekki bein föndur, þó að ég hafi tekið fram límbyssuna mína, heldur meira sálfræði. Mannshugurinn er nefnilega svo ótrúlegur. Stundum blikkar augunum og heilt ár er liðið og maður hugsar bíddu, hvert hvarf tíminn?. Þannig að af hverju ekki útbúa eitthvað til að muna góðu stundirnar?

Ég ætla að nota þennan blómavasa (keyptur í Hjálpræðishernum, auðvitað) og svona tréskilti sem ég skrifaði á með krítarpenna 2020. Ég límdi skiltið á vasann með límbyssunni minni, keypti mér litla minnisbók og penna, og ég er tilbúin til að skrifa niður eina góða minningu á hverjum degi. Ég hef ekki tíma til að skrifa dagbók, þó að ég glöð vildi, mamma og pabbi hafa haldið dagbók í yfir 40 ár. En ég get skrifað niður eina setningu á meðan kartöflurnar sjóða eða ég læt son minn lesa heima. Og eftir árið þá get ég virkilega séð hvert tíminn hvarf. 

Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×