Föstur geta haft jákvæð áhrif á heilsuna Sylvía Hall skrifar 26. desember 2019 13:15 Margir takmarka neyslu matar við ákveðna tíma dagsins. Vísir/Getty Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn. Heilsa Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Sjá meira
Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn.
Heilsa Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Sjá meira