Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 15:30 Lionel Messi er á eftir markameti Pele. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira