Norðmaðurinn ætlar að enda Meistaradeildarvonir Liverpool í kvöld með bros á vör Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 09:30 Erling Braut Håland hefur raðað inn mörkum á tímabilinu. Getty/David Geieregger Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Sjá meira