Aðventumolar Árna í Árdal: Skákkökur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. desember 2019 13:00 Vísir/Árni Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er skákkökur. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Fyrsta smákökutegundin sem ég man eftir að hafa gert sérstaklega fyrir jólin þegar ég var yngri voru skákkökur. Vanillu- og kakódeig sem skorin eru í renninga og svo staflað saman til að mynda skákborðsmunstur. Ég hef reglulega gaman af föndrinu sem felst í að gera þessar smákökur. Um daginn datt mér í hug að í stað þess að baka venjulegar smákökur með skákmunstri myndi ég baka raunverulegt skákborð! Uppskriftin hér dugar í eitt skákborð, hvíta og svarta taflmenn og afgang til að leika sér með. Ef bakað smákökutaflborð er ekki á verkefnalistanum þá er alveg hægt að helminga uppskriftina og gera hefðbundnar skákkökur eða spíralkökur. Taflborðið ætti strangt til tekið að vera 40-48 sentimetra á kant en ofnplatan mín var ekki nógu stór. Ég ákvað því að hafa skákborðið mitt 32 sentimetra og hvern reit því 4 sentimetra á kant. Innihald Ljóst deig 300 grömm smjör, við herbergishita 200 grömm sykur ½ teskeið salt 2 harðsoðnar eggjarauður, þrýst í gegnum sigti 2 teskeiðar vanilludropar 400 grömm hveiti Dökkt deig 300 grömm smjör, við herbergishita 200 grömm sykur ½ teskeið salt 2 harðsoðnar eggjarauður, þrýst í gegnum sigti 2 teskeiðar vanilludropar 350 grömm hveiti 50 grömm dökkt kakóduft Leiðbeiningar Bæði deig eru gerð á nákvæmlega sama hátt. Þeytið saman smjör og sykur í stórri skál þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá við salti, eggjarauðum, vanilludropum og hveiti (auk kakóduftsins fyrir dökka deigið). Hrærið öllu vel saman þar til samleitur deigklumpur myndast. Skiptið hvorum deigklump í fjóra parta og fletjið hvern part út á milli tveggja smjörpappírsarka þar til deigið er um 3-5 millimetra þykkt. Setjið deigið inn í kæli til að stífna í að minnsta kosti 15 mínútur. Fyrir skákborð: Forhitið ofn í 150°C. Vinnið með eitt deig í einu, svo hitt deigið haldist kalt og auðveldara sé að skera út fullkomnar ferninga. Byrjið fyrst að skera út ferhyrning sem rúmar eins marga 4 cm ferninga og mögulegt er. Merkið næst fjóra sentimetra allan hringinn og skerið svo eftir merkingunum. Losið ferningana frá smjörpappírnum, leggið aftur niður og setjið inn í ísskáp á meðan þið skerið hitt deigið út. Það þarf af skera út 96 ferninga í heildina, 32 ferninga af bæði ljósa og dökka deiginu í taflborðið og svo 16 af hvoru fyrir taflmennina. Þegar allir ferningarnir eru klárir er þeim raðað á víxl á smjörpappírsklædda bökunarplötu en skákborðið er 8 reitir á kant. Gott er að smyrja eggjahvítu á þær hliðar ferninganna sem snúa að hvort öðrum. Þannig límist skákborðið betur saman og minni hætta á að það detti í sundur þegar það er handleikið. Setjið skákborðið inn í ofn og bakið í 30 mínútur eða þar til jaðrar þess eru rétt byrjaðir að dökkna. Látið skákborðið síðan kólna alveg á bökunarplötunni. Fyrir taflmenn: Forhitið ofn í 175°C. Prentið út tvívíða mynd af taflmönnum og klippið þá út. Fletjið afskurðina eins þunnt og þið getið á milli tveggja smjörpappírsarka og kælið í 15 mínútur. Leggið úrklippurnar ofan á og skerið taflmennina út einn í einu. Notið lítinn spaða til að losa deigið frá pappírnum og leggið ofan á einn 4 sentimetra ferning. Taflmennirnir munu þenjast út og stækka töluvert meira en reitirnir á taflborðinu inni í ofninum. Því þarf að skera örlitla ræmu af taflmönnunum alla hringinn svo þeir komist allir fyrir á skákborðinu. Raðið taflmönnunum með um sentimetra millibili á bökunarpappírsklædda bökunarplötur og bakið í um 15 mínútur. Látið taflmennina síðan kólna alveg á bökunarplötunni. Teflið! Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Smákökur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Lamba Wellington Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 9. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 8. desember 2019 15:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaskjóður Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er skákkökur. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Fyrsta smákökutegundin sem ég man eftir að hafa gert sérstaklega fyrir jólin þegar ég var yngri voru skákkökur. Vanillu- og kakódeig sem skorin eru í renninga og svo staflað saman til að mynda skákborðsmunstur. Ég hef reglulega gaman af föndrinu sem felst í að gera þessar smákökur. Um daginn datt mér í hug að í stað þess að baka venjulegar smákökur með skákmunstri myndi ég baka raunverulegt skákborð! Uppskriftin hér dugar í eitt skákborð, hvíta og svarta taflmenn og afgang til að leika sér með. Ef bakað smákökutaflborð er ekki á verkefnalistanum þá er alveg hægt að helminga uppskriftina og gera hefðbundnar skákkökur eða spíralkökur. Taflborðið ætti strangt til tekið að vera 40-48 sentimetra á kant en ofnplatan mín var ekki nógu stór. Ég ákvað því að hafa skákborðið mitt 32 sentimetra og hvern reit því 4 sentimetra á kant. Innihald Ljóst deig 300 grömm smjör, við herbergishita 200 grömm sykur ½ teskeið salt 2 harðsoðnar eggjarauður, þrýst í gegnum sigti 2 teskeiðar vanilludropar 400 grömm hveiti Dökkt deig 300 grömm smjör, við herbergishita 200 grömm sykur ½ teskeið salt 2 harðsoðnar eggjarauður, þrýst í gegnum sigti 2 teskeiðar vanilludropar 350 grömm hveiti 50 grömm dökkt kakóduft Leiðbeiningar Bæði deig eru gerð á nákvæmlega sama hátt. Þeytið saman smjör og sykur í stórri skál þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá við salti, eggjarauðum, vanilludropum og hveiti (auk kakóduftsins fyrir dökka deigið). Hrærið öllu vel saman þar til samleitur deigklumpur myndast. Skiptið hvorum deigklump í fjóra parta og fletjið hvern part út á milli tveggja smjörpappírsarka þar til deigið er um 3-5 millimetra þykkt. Setjið deigið inn í kæli til að stífna í að minnsta kosti 15 mínútur. Fyrir skákborð: Forhitið ofn í 150°C. Vinnið með eitt deig í einu, svo hitt deigið haldist kalt og auðveldara sé að skera út fullkomnar ferninga. Byrjið fyrst að skera út ferhyrning sem rúmar eins marga 4 cm ferninga og mögulegt er. Merkið næst fjóra sentimetra allan hringinn og skerið svo eftir merkingunum. Losið ferningana frá smjörpappírnum, leggið aftur niður og setjið inn í ísskáp á meðan þið skerið hitt deigið út. Það þarf af skera út 96 ferninga í heildina, 32 ferninga af bæði ljósa og dökka deiginu í taflborðið og svo 16 af hvoru fyrir taflmennina. Þegar allir ferningarnir eru klárir er þeim raðað á víxl á smjörpappírsklædda bökunarplötu en skákborðið er 8 reitir á kant. Gott er að smyrja eggjahvítu á þær hliðar ferninganna sem snúa að hvort öðrum. Þannig límist skákborðið betur saman og minni hætta á að það detti í sundur þegar það er handleikið. Setjið skákborðið inn í ofn og bakið í 30 mínútur eða þar til jaðrar þess eru rétt byrjaðir að dökkna. Látið skákborðið síðan kólna alveg á bökunarplötunni. Fyrir taflmenn: Forhitið ofn í 175°C. Prentið út tvívíða mynd af taflmönnum og klippið þá út. Fletjið afskurðina eins þunnt og þið getið á milli tveggja smjörpappírsarka og kælið í 15 mínútur. Leggið úrklippurnar ofan á og skerið taflmennina út einn í einu. Notið lítinn spaða til að losa deigið frá pappírnum og leggið ofan á einn 4 sentimetra ferning. Taflmennirnir munu þenjast út og stækka töluvert meira en reitirnir á taflborðinu inni í ofninum. Því þarf að skera örlitla ræmu af taflmönnunum alla hringinn svo þeir komist allir fyrir á skákborðinu. Raðið taflmönnunum með um sentimetra millibili á bökunarpappírsklædda bökunarplötur og bakið í um 15 mínútur. Látið taflmennina síðan kólna alveg á bökunarplötunni. Teflið!
Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Smákökur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Lamba Wellington Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 9. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 8. desember 2019 15:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaskjóður Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal: Lamba Wellington Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 9. desember 2019 10:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45
Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 8. desember 2019 15:15
Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaskjóður Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 10. desember 2019 09:00