Fjölskylda í Bandaríkjunum fjárfesti í gamalli skólarútu í Kaliforníu fyrir um tveimur árum. Rútunni var því næst ekið til Suður-Karólínu þar sem henni var komið fyrir.
Ákveðið var að breyta rútunni í smáhýsi þar sem litla fjölskyldan getur búið í. Öllu var ruslað út úr bifreiðinni og breytt í hús.
Ferlið tók 18 mánuði og var aðeins unnið um helgar að verkefninu. Allt ferlið var tekið upp alveg frá a-ö en hér að neðan má sjá ferlið sjálft og lokaútkomuna.
Breyttu gamalli skólarútu í fallegt smáhýsi
