Cristiano Ronaldo var ekki skemmt í gærkvöldi eftir leik Juventus og Bayer Leverkusen í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Öryggisgæslan var greinilega ekki upp á marga fiska í gærkvöldi í Þýskalandi því tveir áhorfendur náðu í gegnum öryggisgæsluna og inn á völlinn.
Fyrri áhorfandinn hljóp upp á völlinn og heilsaði á Ronaldo í miðjum leik en síðari eftir leikinn. Hann hins vegar greip í Ronaldo sem virtist allt annað en sáttur.
Kjartan Atli Kjartansson, Reynir Leósson, Davíð Þór Viðarsson og Ólafur Ingi Skúlason fylgdust með öllu sem gerðist í Meistaradeildarmessunni í gær og fjölluðu um atvikið.
Ronaldo skoraði fyrra mark Juventus í sigrinum sem er örugglega komið áfram í 16-liða úrslitin.
Cristiano Ronaldo reacted angrily after he was grabbed by a pitch invader at the end of Juventus' win at Bayer Leverkusen.
— BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2019
More: https://t.co/nHB8x1sGwEpic.twitter.com/axeZJqJc2r