Lífið

Tónlistarmennirnir okkar næsta verkefni Auðuns Blöndal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi vinnur nú í þáttunum Allir geta dansað, auk þess að skrifa nýja grínseríu sem verður á Stöð 2. Hann mun síðan einnig stýra þáttunum Tónlistamennirnir okkar á árinu 2020.
Auddi vinnur nú í þáttunum Allir geta dansað, auk þess að skrifa nýja grínseríu sem verður á Stöð 2. Hann mun síðan einnig stýra þáttunum Tónlistamennirnir okkar á árinu 2020. vísir/vilhelm

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku.

„Allan [Sigurðsson] sem gerði með mér síðustu seríuna af Atvinnumönnunum okkar ætlar að vinna með mér þáttaröð sem heitir Tónlistamennirnir okkar,“ segir Auðunn í þættinum.

„Serían gerist bara hérna á Íslandi og þar hitti ég Bubba, Helga Björns, Erp, Röggu Gísla, Birgittu Haukdal og vonandi Emilíönu Torrini,“ segir Auddi en þættirnir verða nokkuð svipaðir og Atvinnumennirnir okkar.

„Við ætlum að tengja tónlistina þeirra inn í hvern þátt og ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni.“ 

Auðunn ræðir um framhaldið þegar um 23 mínútur eru liðnar af þættinum. 


Tengdar fréttir

Það var kominn tími á nýjan kafla í mínu lífi

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.