Lífið

Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Allt sem þarf í jólaföndur dagsins.
Allt sem þarf í jólaföndur dagsins. Vísir/Kristbjörg

Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 12. desember sýnir hún hvernig á að gera auðvelda jólaskreytingu. Við gefum Kristbjörgu orðið.

Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/Vísir

Þetta er eitt af þessum föndrum sem tekur ótrúlega stuttan tíma, sérstaklega miðað við hvað þetta kom ótrúlega flott út. 

Ég hafði lengi ætlað mér að gera kertaskreytingu og þegar ég sá þessa fötu í Hertex þá vissi að hún væri fullkomin. Ég keypti batterískerti og ég átti þetta gervigreni og þessi ber. Svo var það bómullinn sem ég nota sem gervisnjó. 

Ég tók froðuplast og skar það niður þannig að það passaði í fötuna. Ég klippti niður bómullinn og breiddi hann yfir froðuplatið, svo tók ég skæri og bjó til holu fyrir kertið. 

Ég klippti niður grenið og berin og stakk þeim niður hér og þar, notaði límbyssuna mína til að festa allt. Ég festi kertið ekki niður til að geta skipt um batterí. Svo endaði ég á því að taka hvíta málningu og fara mjög lauslega yfir berin, þannig að það liti út eins og þau væri með snjó á sér. Sko, ég sagði það, krúttlegt ekki satt? 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.