Manchester City og Liverpool fara bæði til Madrídar í 16 liða úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 11:15 Jürgen Klopp með Meistaradeildarbikarinn glæsilega. Getty/ Quality Sport Images Það voru mestar líkur á að ensku liðin Manchester City og Liverpool drógust á móti liðunum frá Madríd og það var líka raunin þegar dregið var í sextán liða úrslitin í dag. Manchester City drógst fyrst á móti Real Madrid og fljótlega á eftir drógust Atlético Madrid og Liverpool saman. Í báðum viðureignum fer seinni leikurinn fram á Englandi. Það er ljóst að verkefnið verður ekki mikið erfiðara en það sem bíður Pep Guadiola og lærisveina hans í Manchester City en Pep þekkir það vel að mæta á Santiagi Bernabeu. Liverpool vann Meistaradeildina á heimavelli Atlético Madrid síðasta vor og snýr nú aftur á sama völl í fyrsta leik sínum í úrslitasláttarkeppninni í ár. Chelsea mætir Bayern München og Tottenham fær líklega léttasta mótherjann af ensku liðunum eftir að hafa dregist á móti þýska liðinu RB Leipzig. Barcelona þarf að fara til Napoli og Paris Saint Germain til Dortmund í Þýskalandi. Daprasti leikurinn er án efa viðureign Atalanta og Valencia en nýliðar Atalanta höfðu þar heppnina með sér. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 18. og 19. febrúar og 25. til 26. febrúar en seinni leikirnir fara fram 10. og 11. mars og 17. og 18. mars.Leikirnir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar 2019-20: Leikur 1: Borussia Dortmund (Þýskaland) - Paris Saint-Germain (Frakkland) Leikur 2: Real Madrid (Spánn) - Manchester City (England) Leikur 3: Atalanta (Ítalía) - Valencia (Spánn) Leikur 4: Atlético Madrid (Spánn) - Liverpool (England) Leikur 5: Chelsea (England) - Bayern München (Þýskaland) Leikur 6: Lyon (Frakkland) - Juventus (Ítalía) Leikur 7: Tottenham (England) - RB Leipzig (Þýskaland) Leikur 8: Napoli (Ítalía) - Barcelona (Spánn)Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá drættinum.
Það voru mestar líkur á að ensku liðin Manchester City og Liverpool drógust á móti liðunum frá Madríd og það var líka raunin þegar dregið var í sextán liða úrslitin í dag. Manchester City drógst fyrst á móti Real Madrid og fljótlega á eftir drógust Atlético Madrid og Liverpool saman. Í báðum viðureignum fer seinni leikurinn fram á Englandi. Það er ljóst að verkefnið verður ekki mikið erfiðara en það sem bíður Pep Guadiola og lærisveina hans í Manchester City en Pep þekkir það vel að mæta á Santiagi Bernabeu. Liverpool vann Meistaradeildina á heimavelli Atlético Madrid síðasta vor og snýr nú aftur á sama völl í fyrsta leik sínum í úrslitasláttarkeppninni í ár. Chelsea mætir Bayern München og Tottenham fær líklega léttasta mótherjann af ensku liðunum eftir að hafa dregist á móti þýska liðinu RB Leipzig. Barcelona þarf að fara til Napoli og Paris Saint Germain til Dortmund í Þýskalandi. Daprasti leikurinn er án efa viðureign Atalanta og Valencia en nýliðar Atalanta höfðu þar heppnina með sér. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 18. og 19. febrúar og 25. til 26. febrúar en seinni leikirnir fara fram 10. og 11. mars og 17. og 18. mars.Leikirnir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar 2019-20: Leikur 1: Borussia Dortmund (Þýskaland) - Paris Saint-Germain (Frakkland) Leikur 2: Real Madrid (Spánn) - Manchester City (England) Leikur 3: Atalanta (Ítalía) - Valencia (Spánn) Leikur 4: Atlético Madrid (Spánn) - Liverpool (England) Leikur 5: Chelsea (England) - Bayern München (Þýskaland) Leikur 6: Lyon (Frakkland) - Juventus (Ítalía) Leikur 7: Tottenham (England) - RB Leipzig (Þýskaland) Leikur 8: Napoli (Ítalía) - Barcelona (Spánn)Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá drættinum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira