Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna „óviðráðanlegra aðstæðna“ eins og framleiðendur staðfesta í samtali við Vísi.
Daði Freyr féll úr leik á föstudaginn en hann hafði verið með Sollu Eiríks.
Daði Freyr og Vilborg verða því saman á sviðinu í næsta þætti á föstudagskvöldið.
Hér að neðan má sjá síðasta dans Javi í Allir geta dansað frá því á föstudagskvöldið.
Javi hættir í Allir geta dansað

Tengdar fréttir

Veigar Páll tók moonwalk í Allir geta dansað
Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað á föstudagskvöldið og voru þau annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir.

Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað
Óli og Marta eru fyrsta parið sem sent er heim í annarri þáttaröð af Allir geta dansað

Sjáðu dansatriði Haffa Haff og Sophie úr síðasta þætti
Haffi Haff og Sophie Louise Webb dönsuðu Cha Cha Cha við lagið Voulez vous í beinni útsendingu á Stöð 2 í skemmtiþættinum Allir geta dansað á föstudagskvöldið.

Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað
Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað.

Sjáðu þegar Vilborg Arna dansaði með rifinn magavöðva
Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño dönsuðu Jive við lagið Mamma Mia í Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Þau fengu 13 stig samanlagt frá dómurunum í fyrsta þættinum en í þættinum á föstudaginn fengu þau aftur 13 stig.