Aron Sigurðarson hefur verið seldur frá norska úrvalsdeildarfélaginu Start til belgíska B-deildarliðsins Royale Union Saint-Gilloise.
Aron gekkst undir læknisskoðun og skrifaði svo undir samning hjá belgíska félaginu í dag en félagið er í 2. sæti í öðrum af tveimur riðlunum í belgísku B-deildinni.
Liðið er því í góðum möguleika á að tryggja sér sæti í belgísku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Takk for viktige mål, målgivende pasninger og driblinger på vår vei tilbake til @eliteserien.
— IK Start (@ikstart) December 16, 2019
Lykke til i Belgia, Aron https://t.co/D8M2n3GFjU#ikstart@AronSig
Aron var stórkostlegur á leiktíðinni hjá Start. Hann skoraði þrettán mörk og lagði upp önnur þrettán í 29 leikjum hjá Start á leiktíðinni.
Liðið komst upp í úrvalsdeildina eftir dramatískan leik gegn Lilleström en Jóhannes Harðarson er þjálfari Start.
Í viðtali við heimasíðu Start, sagði Tor-Kristian Karlsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Start, að Guðmundur Andri Tryggvason væri einn þeirra sem gæti komið inn fyrir Aron á næstu leiktíð.