Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 16:00 Það er gaman hjá Inter mönnum þessa dagana. Getty/Mattia Ozbot Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira