„Þetta er í genunum hjá mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:00 Kristbjörg Ólafsdóttir segir að allir geti föndrað og það sé ekkert sem heitir rétt eða rangt í föndri. Vísir/Vilhelm Kristbjörg Ólafsdóttir er ótrúlega sniðug þegar kemur að föndri og skrauti. Hún sér um Litla föndurhornið sem er vikulegur liður á Vísi en um jólin er hún að deila sniðugu jólaföndri með lesendum Vísis á hverjum degi. Kristbjörg segist sjálf vera rosalega mikið jólabarn. „Foreldrar mínir eru bændur, búa á stórum bóndabæ og pabbi lætur sér ekki nægja að skreyta íbúðarhúsið, heldur skreytir hann fjárhúsin líka, þannig að þetta er í genunum hjá mér.“ Hún segir að það sem komi sér í jólaskap sé helst jólatónlistin og svo auðvitað bara tilhlökkunin. „Sumir tala um að þessi tilhlökkunartilfinning minnki þegar maður verði fullorðin, en ég er greinilega ennþá barn að þessu leyti. Auðvitað breyttist þetta þegar ég varð mamma, en tilhlökkunin er alltaf sú sama.“Jólaföndur eftir Kristbjörgu sem birtist seinna í mánuðinum á Vísi.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir„Alæta á föndur“ Jólin eru dýrmætur tími fyrir Kristbjörgu en augnablikið sem hún heldur alltaf mest upp á er klukkan sex á aðfangadag. „Þá eru allir sestir við borðið og beðið eftir að jólin verði hringd inn, að það verði heilagt. Þessi stund er alveg heilög fyrir mér. Og froðubaðið á aðfangadag, það er líka mjög mikilvægt.“ Hún gerir sjálf mikið af skrauti í kringum jólin en þykir samt vænst um skrautið sem börnin hennar hafa gert í gegnum árin.„Mér finnst aðventuljósin alltaf yndisleg. Eins og ég sagði þá er æskuheimilið mitt mjög stórt, herbergið mitt var á efstu hæðinni og eldhúsið á miðhæðinni. Aðventuljósin voru alltaf sett í eldhúsgluggann og ég man alltaf hvað mér fannst yndislegt að koma niður í þessa ljúfu birtu á morgnana.“ Hún segir að á sýnu heimili megi finna frekar klassískt skraut eins og aðventuljós og aðventukrans sem hún föndrar. Einnig grenilengjur, lifandi jólatré og smá bútasaumur. Hún getur samt ekki valið hvaða jólaföndur er í uppáhaldi hjá sér. „Án gríns, allt! Þið hafið heyrt talað um alætur á mat, sumir hafa heyrt talað um alætur á tónlist? Jæja, ég er alæta á föndur. Og ég veit ekki hvort að ég eigi að þora að viðurkenna það, en ég hef alveg verið á kafi í jólaföndri í júní.“ Háð límbyssunni Hún ætlar að vera bæði með einfalt og aðeins flóknara jólaföndur fyrir lesendur Vísis. „Eiginlega allt sem ég verð með er rosalega ódýrt, annað hvort keypt í Hjálpræðishernum eða endurnýtt. Og ég verð bæði með föndur sem tekur fimm mínútur, föndur sem tekur kannski aðeins lengri tíma og föndur sem þú getur gert með börnunum. Ég ætla að reyna að fá fólk til að hugsa mjög langt út fyrir kassann. Föndur er eitt af þessum áhugamálum sem getur verið ótrúlega ódýrt, ef þú hefur nógu mikið hugmyndaflug.“ Það eru nokkrir hlutir sem Kristbjörg segir að gott sé að eiga áður en farið er af stað í jólaföndrið. „Ég er háð límbyssunni minni, það eru ekki margir dagar sem líða þar sem ég sting henni ekkert í samband. Svo nota ég Mod podge, sem er límlakk, líka rosalega mikið. Það væri sniðugt að eiga það og kannski pensla og málningu. Trélím er líka sniðugt.“ Hún segir mikilvægt að muna að allir geti föndrað.„Ef þú vilt föndra, byrjaðu þá. Það er ekki neitt sem heitir rétt eða rangt, þú býrð bara til það sem þér finnst flott eða langar að skreyta með.“ Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir er ótrúlega sniðug þegar kemur að föndri og skrauti. Hún sér um Litla föndurhornið sem er vikulegur liður á Vísi en um jólin er hún að deila sniðugu jólaföndri með lesendum Vísis á hverjum degi. Kristbjörg segist sjálf vera rosalega mikið jólabarn. „Foreldrar mínir eru bændur, búa á stórum bóndabæ og pabbi lætur sér ekki nægja að skreyta íbúðarhúsið, heldur skreytir hann fjárhúsin líka, þannig að þetta er í genunum hjá mér.“ Hún segir að það sem komi sér í jólaskap sé helst jólatónlistin og svo auðvitað bara tilhlökkunin. „Sumir tala um að þessi tilhlökkunartilfinning minnki þegar maður verði fullorðin, en ég er greinilega ennþá barn að þessu leyti. Auðvitað breyttist þetta þegar ég varð mamma, en tilhlökkunin er alltaf sú sama.“Jólaföndur eftir Kristbjörgu sem birtist seinna í mánuðinum á Vísi.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir„Alæta á föndur“ Jólin eru dýrmætur tími fyrir Kristbjörgu en augnablikið sem hún heldur alltaf mest upp á er klukkan sex á aðfangadag. „Þá eru allir sestir við borðið og beðið eftir að jólin verði hringd inn, að það verði heilagt. Þessi stund er alveg heilög fyrir mér. Og froðubaðið á aðfangadag, það er líka mjög mikilvægt.“ Hún gerir sjálf mikið af skrauti í kringum jólin en þykir samt vænst um skrautið sem börnin hennar hafa gert í gegnum árin.„Mér finnst aðventuljósin alltaf yndisleg. Eins og ég sagði þá er æskuheimilið mitt mjög stórt, herbergið mitt var á efstu hæðinni og eldhúsið á miðhæðinni. Aðventuljósin voru alltaf sett í eldhúsgluggann og ég man alltaf hvað mér fannst yndislegt að koma niður í þessa ljúfu birtu á morgnana.“ Hún segir að á sýnu heimili megi finna frekar klassískt skraut eins og aðventuljós og aðventukrans sem hún föndrar. Einnig grenilengjur, lifandi jólatré og smá bútasaumur. Hún getur samt ekki valið hvaða jólaföndur er í uppáhaldi hjá sér. „Án gríns, allt! Þið hafið heyrt talað um alætur á mat, sumir hafa heyrt talað um alætur á tónlist? Jæja, ég er alæta á föndur. Og ég veit ekki hvort að ég eigi að þora að viðurkenna það, en ég hef alveg verið á kafi í jólaföndri í júní.“ Háð límbyssunni Hún ætlar að vera bæði með einfalt og aðeins flóknara jólaföndur fyrir lesendur Vísis. „Eiginlega allt sem ég verð með er rosalega ódýrt, annað hvort keypt í Hjálpræðishernum eða endurnýtt. Og ég verð bæði með föndur sem tekur fimm mínútur, föndur sem tekur kannski aðeins lengri tíma og föndur sem þú getur gert með börnunum. Ég ætla að reyna að fá fólk til að hugsa mjög langt út fyrir kassann. Föndur er eitt af þessum áhugamálum sem getur verið ótrúlega ódýrt, ef þú hefur nógu mikið hugmyndaflug.“ Það eru nokkrir hlutir sem Kristbjörg segir að gott sé að eiga áður en farið er af stað í jólaföndrið. „Ég er háð límbyssunni minni, það eru ekki margir dagar sem líða þar sem ég sting henni ekkert í samband. Svo nota ég Mod podge, sem er límlakk, líka rosalega mikið. Það væri sniðugt að eiga það og kannski pensla og málningu. Trélím er líka sniðugt.“ Hún segir mikilvægt að muna að allir geti föndrað.„Ef þú vilt föndra, byrjaðu þá. Það er ekki neitt sem heitir rétt eða rangt, þú býrð bara til það sem þér finnst flott eða langar að skreyta með.“
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00