Sportpakkinn: „Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:15 Virgil van Dijk á verðlaunaafhendingunni í gær. Getty/Kristy Sparow Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira