Dagur íslenskrar tónlistar: „Einn af hornsteinum samfélags okkar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 14:30 Fjölmargir létu sjá sig í Iðnó í dag. Mengi, Gerður G. Bjarklind, Bjarni Benediktsson og Icelandair voru viðurkennd fyrir stuðning við íslenska tónlist. Samtónn Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun SAMTÓNS á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó í dag en sérstök athöfn var í beinni á Vísi klukkan hálf tólf fyrir hádegi. SAMTÓNN, Samtök rétthafa íslenskrar tónlistar, standa árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veita verðlaun þeim sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð, atfylgi og almennum stuðningi við íslenska tónlist. Gerður hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar um áratuga skeið, m.a. fyrir vandaða og innihaldsríka dagsrárgerð. Gerði var óskað innilega til hamingju með þann verðskuldaða heiður sem þessi verðlaun spegla. Þá voru í dag einnig afhent Hvatningarverðlaun SAMTÓNS. Það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem hlaut þau fyrir að vera fyrsti ráðherra heims til að viðurkenna höfundarrétt til jafns við annan eignarétt. Jafnframt var tekið til þess að Bjarni studdi dyggilega við stofnun Endurgreiðslusjóðs hljóðrita, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum, stofnun nýs Hljóðritasjóðstil viðhalds hljóðritunar- og útgáfustarfi á Íslandi, sem og endurreisn Innheimtumiðstöðvar IHMsem tryggir höfundum greiðslur fyrir eintakagerð af höfundarvörðu efni. Hér að neðan má sjá útsendinguna í heild sinni. Endurspeglar virðingu fyrir starfi listafólks „Ég er þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Þetta er árangur sem hefur náðst vegna góðs samstarfs ólíkra geira, listafólks, fjármálaráðuneytisins og Alþingis. Þetta samstarf og niðurstaða þess endurspeglar virðingu fyrir starfi íslensks listafólks og vilja ríkisvaldsins til að gera ekki upp á milli ólíkra greina eignaréttarins, hvort sem um er að ræða hugverk eða tréverk,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar tók við verðlaununum. Einnig voru veitt Útflutningsverðlaun SAMTÓNS en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tók á móti Útflutningsverðlaununum fyrir viðvarandi stuðning við íslenska tónlist og tónlistarfólk, m.a. á vettvangi Músíktilrauna, Reykjavíkur - Loftbrúar, In Flight Entertainment - IFE - og Iceland Airwaves. Bjarni Gaukur veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku. „Við erum þakklát fyrir þann heiður sem Icelandair er sýndur með þessum verðlaunum. Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á að styðja við íslenska menningu og þar hefur íslensk tónlist spilað veigamikið hlutverk. Kjarninn í stefnu félagsins er að koma hinum sanna íslenska anda á framfæri alþjóðlega – og hann endurspeglast svo sannarlega í íslenskri tónlist og okkar hæfileikaríka tónlistarfólki,“ sagði Bogi. Það var athafnamaðurinn Bjarni Gaukur sem veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku fyrir að hafa komið á fót og tryggt áralanga starfsemi tónleika- og listhússins MENGIs við Óðinsgötu, þar sem lögð er sérstök og aðdáunarverð rækt við framsækna tónlist og menningu. „Að hljóta þessa viðurkenningu eru óvæntar en ánægjulegar fréttir sem hvetja okkur sem að Mengi stöndum til dáða. Tónlist, sem og aðrar listir, er einn af hornsteinum samfélags okkar og mikilvægt að við hlúum að henni. Það höfum við reynt að gera síðustu 6 ár og munum halda því ótrauð áfram,“ sagði Bjarni Gaukur Sigurðsson, stofnandi Mengis. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá athöfninni. Raggi Bjarna og Eyþór Ingi tóku lagið.Flottir félagarnir. Eyþór Ingi og Ragnar Bjarnason.Matthildur og Auðunn Lúthersson komu fram.Gerður G. Bjarklind fékk verðlaun í hádeginu. Hana má sjá hér til vinstri.Andrea Jónsdóttir lét sig ekki vanta.Fjölmiðlarnir voru allir mættir. Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir þar á meðal.Jakob Frímann stjórnaði dagskránni.Birna Ósk Hansdóttir og Logi Pedro hjá 101 Radio.Steinunn Camilla Stones mætti.Auður kom fram og negldi lagið Enginn eins og þú.Setið var til borðs.Högni Egilsson einbeittur að fylgjast með. Með honum er Sölvi Blöndal.Bjarni Ben og Svanhildur Hólm með símann á lofti.Gerður mjög sátt með sitt. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Sjá meira
Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun SAMTÓNS á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó í dag en sérstök athöfn var í beinni á Vísi klukkan hálf tólf fyrir hádegi. SAMTÓNN, Samtök rétthafa íslenskrar tónlistar, standa árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veita verðlaun þeim sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð, atfylgi og almennum stuðningi við íslenska tónlist. Gerður hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar um áratuga skeið, m.a. fyrir vandaða og innihaldsríka dagsrárgerð. Gerði var óskað innilega til hamingju með þann verðskuldaða heiður sem þessi verðlaun spegla. Þá voru í dag einnig afhent Hvatningarverðlaun SAMTÓNS. Það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem hlaut þau fyrir að vera fyrsti ráðherra heims til að viðurkenna höfundarrétt til jafns við annan eignarétt. Jafnframt var tekið til þess að Bjarni studdi dyggilega við stofnun Endurgreiðslusjóðs hljóðrita, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum, stofnun nýs Hljóðritasjóðstil viðhalds hljóðritunar- og útgáfustarfi á Íslandi, sem og endurreisn Innheimtumiðstöðvar IHMsem tryggir höfundum greiðslur fyrir eintakagerð af höfundarvörðu efni. Hér að neðan má sjá útsendinguna í heild sinni. Endurspeglar virðingu fyrir starfi listafólks „Ég er þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Þetta er árangur sem hefur náðst vegna góðs samstarfs ólíkra geira, listafólks, fjármálaráðuneytisins og Alþingis. Þetta samstarf og niðurstaða þess endurspeglar virðingu fyrir starfi íslensks listafólks og vilja ríkisvaldsins til að gera ekki upp á milli ólíkra greina eignaréttarins, hvort sem um er að ræða hugverk eða tréverk,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar tók við verðlaununum. Einnig voru veitt Útflutningsverðlaun SAMTÓNS en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tók á móti Útflutningsverðlaununum fyrir viðvarandi stuðning við íslenska tónlist og tónlistarfólk, m.a. á vettvangi Músíktilrauna, Reykjavíkur - Loftbrúar, In Flight Entertainment - IFE - og Iceland Airwaves. Bjarni Gaukur veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku. „Við erum þakklát fyrir þann heiður sem Icelandair er sýndur með þessum verðlaunum. Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á að styðja við íslenska menningu og þar hefur íslensk tónlist spilað veigamikið hlutverk. Kjarninn í stefnu félagsins er að koma hinum sanna íslenska anda á framfæri alþjóðlega – og hann endurspeglast svo sannarlega í íslenskri tónlist og okkar hæfileikaríka tónlistarfólki,“ sagði Bogi. Það var athafnamaðurinn Bjarni Gaukur sem veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku fyrir að hafa komið á fót og tryggt áralanga starfsemi tónleika- og listhússins MENGIs við Óðinsgötu, þar sem lögð er sérstök og aðdáunarverð rækt við framsækna tónlist og menningu. „Að hljóta þessa viðurkenningu eru óvæntar en ánægjulegar fréttir sem hvetja okkur sem að Mengi stöndum til dáða. Tónlist, sem og aðrar listir, er einn af hornsteinum samfélags okkar og mikilvægt að við hlúum að henni. Það höfum við reynt að gera síðustu 6 ár og munum halda því ótrauð áfram,“ sagði Bjarni Gaukur Sigurðsson, stofnandi Mengis. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá athöfninni. Raggi Bjarna og Eyþór Ingi tóku lagið.Flottir félagarnir. Eyþór Ingi og Ragnar Bjarnason.Matthildur og Auðunn Lúthersson komu fram.Gerður G. Bjarklind fékk verðlaun í hádeginu. Hana má sjá hér til vinstri.Andrea Jónsdóttir lét sig ekki vanta.Fjölmiðlarnir voru allir mættir. Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir þar á meðal.Jakob Frímann stjórnaði dagskránni.Birna Ósk Hansdóttir og Logi Pedro hjá 101 Radio.Steinunn Camilla Stones mætti.Auður kom fram og negldi lagið Enginn eins og þú.Setið var til borðs.Högni Egilsson einbeittur að fylgjast með. Með honum er Sölvi Blöndal.Bjarni Ben og Svanhildur Hólm með símann á lofti.Gerður mjög sátt með sitt.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Sjá meira