Frægt dæmi er til að mynda þegar Starbucks kaffibolli gleymdist á setti þegar verið var að taka upp atriði í risaþáttunum Game of Thrones.
Nú hefur YouTube-síðan Be Amazed tekið saman nokkur vel valin dæmi um viðlíka mistök sem áttu sér stað í kvikmyndum og þáttum en allt á þetta sameiginlegt að vera mjög stór verkefni þar sem mikið fé fer í framleiðsluna, en það skiptir greinilega ekki alltaf máli.