„Ég veit að þetta gerðist í einhverri lyftu, við vorum að æfa lyftur á æfingunni“ segir Vilborg Arna í samtali við Vísi. ABBA þema var í þættinum á föstudag og dönsuðu Javi og Vilborg Arna Jive við lagið Mamma Mia.

„Þá var komið eitthvað rif í magavöðva þannig að ég segi bara að ég sé komin með sjö-pack í staðinn fyrir sixpack,“ segir Vilborg Arna kát.
„Auðvitað eru ráðleggingarnar þannig að maður eigi ekki að vera að gera mikið og helst ekki neitt. Við erum að reyna að vinna í kringum þetta, ég geri bara eins og ég get. Kannski þegar að aðeins frá líður er hægt að breyta því.“

„Ég er búin að vera að grínast með að ég ætli að dansa bara aðeins meira með fótunum.“
Vilborg var á dansæfingu þegar fréttastofa náði tali af henni og segist hún aðlaga æfingarnar í kringum þessi meiðsli. Hún segir að ferlið í þessari keppni hafi verið mjög skemmtilegt en mýkt hafi reynst henni góð áskorun.
„Mér finnst gaman að læra margt nýtt og maður er að uppgötva hluti um sjálfan sig sem að maður hefur aldrei annars fattað um líkamsgerð og hreyfigetu.“