Dansarar Allir geta dansað fengu ABBA þema í öðrum þætti keppninnar. Dansararnir fóru flestir alla leið með þetta þema og var útkoman ótrúlega flott. Meðfylgjandi myndir tók Marínó Flóvent af keppendum á dansgólfinu en margir þeirra höfðu bætt sig mikið frá fyrsta þætti. Það verður því skemmtilegt að fylgjast með keppendum tækla næsta verkefni á föstudaginn á Stöð 2. Óli og Marta duttu út í síðasta þætti en hin níu pörin eru á fullu að æfa núna næsta dans.




