Apple hætti skyndilega við frumsýningu nýrrar myndar vegna „áhyggja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2019 19:45 Samuel L. Jackson er í aðalhlutverki. AP/Apple TV+ Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp af hverju frumsýningunni var frestað. Myndin nefnist The Banker og skartar Samuel L. Jackson og Anthony Mackie í aðalhlutverkum. Leika þeir tvo þeldökka frumkvöðla sem ná árangri í viðskiptaheiminum með því að láta sem fyrirtæki þeirra sé rekið af hvítum einstaklingi. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Frumsýna átti myndina í kvöld á AFI Fest-kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Hollywood. Átti myndin að loka hátíðinni. Þá átti myndin einnig að vera fyrsta myndin sem Apple myndi gefa út á Apple TV+ streymisveitunni sem nýlega var ýtt úr vör.„Við keyptum The Banker fyrr á þessu ári og vorum snortin af skemmtana- og fræðslugildi myndarinnar um félagslegar breytingar og fjármálalæsi. Í síðustu viku fengum við upplýsingar sem tengjast myndinni sem við höfum áhyggjur af,“ sagði í yfirlýsingu frá Apple vegna málsins. Ákveðið hafi verið að fresta því að frumsýna myndina á meðan Apple og kvikmyndagerðamennirnir skoði málið betur.Bandaríski fréttavefurinn Deadline telur sig hafa heimildir fyrir því að frestunin tengist ónefndum ásökunum á hendur Bernard Garrett yngri, son mannsins sem Mackie leikur í myndinni, Bernard Garrett eldri. Garrett yngri var ráðgjafi við gerð myndarinnar og hefur aðstoðað við að markaðssetja hana. Í frétt Deadline segir að Apple vilji taka sér tíma til að rannsaka ásakanirnar og því hafi verið ákveðið að fresta frumsýningunni. Apple Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp af hverju frumsýningunni var frestað. Myndin nefnist The Banker og skartar Samuel L. Jackson og Anthony Mackie í aðalhlutverkum. Leika þeir tvo þeldökka frumkvöðla sem ná árangri í viðskiptaheiminum með því að láta sem fyrirtæki þeirra sé rekið af hvítum einstaklingi. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Frumsýna átti myndina í kvöld á AFI Fest-kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Hollywood. Átti myndin að loka hátíðinni. Þá átti myndin einnig að vera fyrsta myndin sem Apple myndi gefa út á Apple TV+ streymisveitunni sem nýlega var ýtt úr vör.„Við keyptum The Banker fyrr á þessu ári og vorum snortin af skemmtana- og fræðslugildi myndarinnar um félagslegar breytingar og fjármálalæsi. Í síðustu viku fengum við upplýsingar sem tengjast myndinni sem við höfum áhyggjur af,“ sagði í yfirlýsingu frá Apple vegna málsins. Ákveðið hafi verið að fresta því að frumsýna myndina á meðan Apple og kvikmyndagerðamennirnir skoði málið betur.Bandaríski fréttavefurinn Deadline telur sig hafa heimildir fyrir því að frestunin tengist ónefndum ásökunum á hendur Bernard Garrett yngri, son mannsins sem Mackie leikur í myndinni, Bernard Garrett eldri. Garrett yngri var ráðgjafi við gerð myndarinnar og hefur aðstoðað við að markaðssetja hana. Í frétt Deadline segir að Apple vilji taka sér tíma til að rannsaka ásakanirnar og því hafi verið ákveðið að fresta frumsýningunni.
Apple Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein