
En þá er spurningin þessi – hvaða tónlist hlustar þú á þegar þú ert að þrífa? Settu nafnið á uppáhalds laginu þínu þegar þú þrífur og nafn flytjandans á Facebook-síðu Bylgjunnar. Á Bylgjunni er nefnilega verið að safna í lagalista með mest þrifapeppandi lögum sem um getur. Þessi lagalisti verður að sjálfsögðu kallaður Ajax-Stormsveipurinn með mörgum af mestu stuðlögunum sem gaman er að hlusta á við þrifin heima fyrir.
Ef lagið sem þú tilnefnir sem þrifalagið þitt fer á sjálfan Ajax-Stormsveipinn gætir þú unnið gjafakörfu með Ajax-hreingerningavörum. Á ekki að þrífa eitthvað fyrir jólin, hvernig er það?
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Ó.Johnson & Kaaber.