Litla föndurhornið: Harry Potter sprotageymsla Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15
Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00
Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30