Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2019 18:44 J.J. Abrams er leikstjóri myndarinnar. Vísir/Getty Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. Myndin er framleidd af fyrirtækinu Lucasfilm sem er í eigu afþreyingarrisans Disney. Þar á bæ er komið fram við kvikmyndahandrit líkt og hernaðarleyndarmál. Ýmsum kúnstum er beitt, starfsmenn á tökustað skrifa undir allskonar trúnaðaryfirlýsingar og þá fá leikarar í mörgum tilfellum aðeins að lesa þær blaðsíður handrita sem varða þeirra karaktera. Næsta Stjörnustríðsmynd er sú níunda í röðinni en hún ber heitið Star Wars: The Rise of Skywalker. Leikstjóri hennar er J.J. Abrams en hann leikstýrði sjöundu Stjörnustríðsmyndinni sem heitir Force Awakens. Hún var sú fyrsta í þríleiknum sem endar með þeirri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús. Abrams upplýsti í þættinum Good Morning America að handrit The Rise of Skywalker hefði verið boðið upp á vefnum eBay. Árvökull starfsmaður Disney kom auga á handritið þegar það var til sölu og náði að komast yfir það áður en það var selt. Sagði leikstjórinn að einn af leikurum myndarinnar, sem hann vildi ekki nefna á nafn, hefði komið handritinu fyrir undir rúmi og gleymt því þar. Sá sem sá um að þrífa hótelherbergið fann handritið og þannig hafi það endað á eBay. Abrams upplýsti einnig að kalla þurfti leikara myndarinnar út til að taka nokkur atriði upp aftur. Var síðasti tökudagur á sunnudag. Disney Star Wars Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. Myndin er framleidd af fyrirtækinu Lucasfilm sem er í eigu afþreyingarrisans Disney. Þar á bæ er komið fram við kvikmyndahandrit líkt og hernaðarleyndarmál. Ýmsum kúnstum er beitt, starfsmenn á tökustað skrifa undir allskonar trúnaðaryfirlýsingar og þá fá leikarar í mörgum tilfellum aðeins að lesa þær blaðsíður handrita sem varða þeirra karaktera. Næsta Stjörnustríðsmynd er sú níunda í röðinni en hún ber heitið Star Wars: The Rise of Skywalker. Leikstjóri hennar er J.J. Abrams en hann leikstýrði sjöundu Stjörnustríðsmyndinni sem heitir Force Awakens. Hún var sú fyrsta í þríleiknum sem endar með þeirri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús. Abrams upplýsti í þættinum Good Morning America að handrit The Rise of Skywalker hefði verið boðið upp á vefnum eBay. Árvökull starfsmaður Disney kom auga á handritið þegar það var til sölu og náði að komast yfir það áður en það var selt. Sagði leikstjórinn að einn af leikurum myndarinnar, sem hann vildi ekki nefna á nafn, hefði komið handritinu fyrir undir rúmi og gleymt því þar. Sá sem sá um að þrífa hótelherbergið fann handritið og þannig hafi það endað á eBay. Abrams upplýsti einnig að kalla þurfti leikara myndarinnar út til að taka nokkur atriði upp aftur. Var síðasti tökudagur á sunnudag.
Disney Star Wars Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira