Körfubolti

Lakers fyrstir í 15 sigra og Giannis hlóð í 50 stig

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stórveldaslagur í San Antonio í nótt.
Stórveldaslagur í San Antonio í nótt. vísir/getty
Ellefu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum vestanhafs í gærkvöldi og í nótt þar sem sigurganga Los Angeles Lakers hélt áfram þegar liðið heimsótti San Antonio.

LeBron James fór mikinn að venju og var stigahæstur með 33 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Lakers á toppi deildarinnar með 15 sigra og aðeins tvö töp.

Með næstbestan árangur til þessa eru Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks en gríska undrið var óstöðvandi þegar liðið vann sinn fjórtánda sigur á tímabilinu með því að leggja Utah Jazz að velli, 122-118.

Giannis gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig auk þess að taka 14 fráköst og gefa 6 stoðsendingar.



Úrslit næturinnar


Toronto Raptors 101-96 Phila­delp­hia 76ers

Miami Heat 117-100 Char­lotte Hornets

Milwaukee Bucks 122-118 Utah Jazz

Chicago Bulls 94-117 Port­land Trail Blazers

San Antonio Spurs 104-114 Los Angeles Lakers

Gold­en State Warriors 97-100 Okla­homa City Thunder 

Indi­ana Pacers 126-114 Memp­his Grizzlies

Detroit Pistons 103-88 Or­lando Magic

Cleve­land Cavaliers 106-108 Brook­lyn Nets

Bost­on Celtics 103-102 Sacra­mento Kings

Atlanta Hawks 113-125 Minnesota Timberwolves

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×