Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00