Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vilhelm Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00